Knattspyrnugoðið Nani á náfrændur í Breiðablik.

 

Gabrial og Rafael Costa.
Gabrial og Rafael Costa.

Portúgalska knattspyrnugoðið Nani, sem spilar með Manchester United, þekkja flestir sparkspekingar. Færri vita að náfrændur hans, tvíburabræðurnir Gabrial og Rafael Costa, hafa búið hér á landi í um átta ár. Strákarnir, sem nú eru 14 ára, spila á köntunum og í fremstu víglínu í fjórða flokki Breiðabliks. Þeir hafa strax vakið eftirtekt fyrir leikskilning og hæfileika, enda eiga þeir það ekki langt að sækja.

-Hvernig eruð þið skyldir Nani?

„Föðurafar okkar Nani eru bræður frá Grænhöfðaeyjum,“ segir Gabriel og bætir við, „en Nani er fæddur í Portúgal og þess vegna spilar hann með portúgalska landsliðinu.“

Og hafið þið oft hitt hann?

„Já, þegar hann kom til Íslands og lék fyrir Portúgal í landsleik. Við höfum líka hitt hann úti í Portúgal.“

Það þarf þá ekkert að spyrja ykkur hvaða liði þið haldið með í ensku?

„Nei, við höldum að sjálfsögðu með Manchester United, segir Rafeal, „en Barcelona og Real Madrid eru líka góð lið.“

Hvernig er svo að vera í Breiðablik?

„Algjörlega frábært,“ segja bræðurnir í kór. „Æfingarnar eru mjög góðar, þjálfararnir frábærir og allur stuðningurinn í kringum Breiðablik eins og best verður á kosið. Næst hjá okkur verður að fara út til Danmerkur á Danacup þar sem við fáum að spila á móti liðum frá öðrum löndum,“ segja þessir hógværu piltar í fjórða flokki Breiðabliks, og aldrei að vita nema frændi þeirra, Nani, sjáist á vellinum í framtíðinni að hvetja sína menn til dáða.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Áslaug Edda Guðnadóttir
1474610_1431034787125618_409417451_n
Magnús Helgi Björgvinsson.
kaka
sitelogo
1029247
Kóparokk
Ármann
Fræðsluganga