Knattspyrnugoðið Nani á náfrændur í Breiðablik.

 

Gabrial og Rafael Costa.
Gabrial og Rafael Costa.

Portúgalska knattspyrnugoðið Nani, sem spilar með Manchester United, þekkja flestir sparkspekingar. Færri vita að náfrændur hans, tvíburabræðurnir Gabrial og Rafael Costa, hafa búið hér á landi í um átta ár. Strákarnir, sem nú eru 14 ára, spila á köntunum og í fremstu víglínu í fjórða flokki Breiðabliks. Þeir hafa strax vakið eftirtekt fyrir leikskilning og hæfileika, enda eiga þeir það ekki langt að sækja.

-Hvernig eruð þið skyldir Nani?

„Föðurafar okkar Nani eru bræður frá Grænhöfðaeyjum,“ segir Gabriel og bætir við, „en Nani er fæddur í Portúgal og þess vegna spilar hann með portúgalska landsliðinu.“

Og hafið þið oft hitt hann?

„Já, þegar hann kom til Íslands og lék fyrir Portúgal í landsleik. Við höfum líka hitt hann úti í Portúgal.“

Það þarf þá ekkert að spyrja ykkur hvaða liði þið haldið með í ensku?

„Nei, við höldum að sjálfsögðu með Manchester United, segir Rafeal, „en Barcelona og Real Madrid eru líka góð lið.“

Hvernig er svo að vera í Breiðablik?

„Algjörlega frábært,“ segja bræðurnir í kór. „Æfingarnar eru mjög góðar, þjálfararnir frábærir og allur stuðningurinn í kringum Breiðablik eins og best verður á kosið. Næst hjá okkur verður að fara út til Danmerkur á Danacup þar sem við fáum að spila á móti liðum frá öðrum löndum,“ segja þessir hógværu piltar í fjórða flokki Breiðabliks, og aldrei að vita nema frændi þeirra, Nani, sjáist á vellinum í framtíðinni að hvetja sína menn til dáða.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem