Knattspyrnugoðið Nani á náfrændur í Breiðablik.

 

Gabrial og Rafael Costa.
Gabrial og Rafael Costa.

Portúgalska knattspyrnugoðið Nani, sem spilar með Manchester United, þekkja flestir sparkspekingar. Færri vita að náfrændur hans, tvíburabræðurnir Gabrial og Rafael Costa, hafa búið hér á landi í um átta ár. Strákarnir, sem nú eru 14 ára, spila á köntunum og í fremstu víglínu í fjórða flokki Breiðabliks. Þeir hafa strax vakið eftirtekt fyrir leikskilning og hæfileika, enda eiga þeir það ekki langt að sækja.

-Hvernig eruð þið skyldir Nani?

„Föðurafar okkar Nani eru bræður frá Grænhöfðaeyjum,“ segir Gabriel og bætir við, „en Nani er fæddur í Portúgal og þess vegna spilar hann með portúgalska landsliðinu.“

Og hafið þið oft hitt hann?

„Já, þegar hann kom til Íslands og lék fyrir Portúgal í landsleik. Við höfum líka hitt hann úti í Portúgal.“

Það þarf þá ekkert að spyrja ykkur hvaða liði þið haldið með í ensku?

„Nei, við höldum að sjálfsögðu með Manchester United, segir Rafeal, „en Barcelona og Real Madrid eru líka góð lið.“

Hvernig er svo að vera í Breiðablik?

„Algjörlega frábært,“ segja bræðurnir í kór. „Æfingarnar eru mjög góðar, þjálfararnir frábærir og allur stuðningurinn í kringum Breiðablik eins og best verður á kosið. Næst hjá okkur verður að fara út til Danmerkur á Danacup þar sem við fáum að spila á móti liðum frá öðrum löndum,“ segja þessir hógværu piltar í fjórða flokki Breiðabliks, og aldrei að vita nema frændi þeirra, Nani, sjáist á vellinum í framtíðinni að hvetja sína menn til dáða.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér