• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Náttúran á að njóta vafans

Náttúran á að njóta vafans
ritstjorn
21/10/2017

Dóra Björt Guðjónsdóttir, 3. sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.

„Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu,“ segir í nýrri stjórnarskrá. Við Píratar höfum frá upphafi talað fyrir mikilvægi þess að taka upp nýja stjórnarskrá vegna þess að hún leggur grunninn að betra samfélagi til framtíðar á mörgum sviðum.

Minn draumur er að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum og er sjálfbærni leiðarstefið í allri vinnu okkar Pírata. Við þurfum að breyta samfélaginu úr því að byggja atvinnusköpun aðallega á því að ganga á auðlindir okkar, yfir í það að vera þekkingarsamfélag þar sem sköpuð eru menntuð störf byggð á hugviti.

Á undanförnum áratugum hefur orðið ljóst að mannkynið er að ganga verulega á auðlindir jarðar og náttúru með fyrirsjáanlega hrikalegum afleiðingum fyrir komandi kynslóðir. Ábyrg umgengni við náttúruna og sjálfbær nýting auðlinda eru nauðsynleg forgangsmál. Mín framtíðarsýn á margt sameiginlegt með þeirri sýn sem varpað er fram í nýju stjórnarskránni, þar sem segir ennfremur að öllum beri að virða náttúru Íslands og vernda, og ennfremur: „Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og gildi náttúrunnar og hagsmunir komandi kynslóða séu virt.“

Miðhálendið er sér kapítuli út af fyrir sig enda ein dýrmætasta perla landsins. Þar má finna eldfjöll, jökla, vatnsmiklar ár og fossa, litrík háhitasvæði, víðfeðm hraun og svartar sandauðnir sem kallast á við viðkvæmar gróðurvinjar. Saman mynda þessi náttúrufyrirbæri stórbrotnar landslagsheildir á einum stærstu víðernum Evrópu. Þessa þjóðargersemi þarf að vernda.

Mikilvægt er að huga vel að stefnumótun til framtíðar og þar eigum við alltaf að taka fullt tillit til alþjóðaviðmiða og samninga í umhverfismálum. Styðjum líka við rafbílavæðingu, nýtum rafmagnið sem náttúran gefur okkur í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Náttúran á alltaf að njóta vafans. Við Píratar höfum lagt mikið upp úr því að fylgja skuli megingildum í verki og sýna metnað til að uppfylla Parísarsáttmálann. Við berum öll mikla ábyrgð gagnvart börnum framtíðarinnar. Sýnum þessa ábyrgð í verki.

 

 

Efnisorð
Fréttir
21/10/2017
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.