Náttúran á að njóta vafans

Dóra Björt Guðjónsdóttir, 3. sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.

„Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu,“ segir í nýrri stjórnarskrá. Við Píratar höfum frá upphafi talað fyrir mikilvægi þess að taka upp nýja stjórnarskrá vegna þess að hún leggur grunninn að betra samfélagi til framtíðar á mörgum sviðum.

Minn draumur er að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum og er sjálfbærni leiðarstefið í allri vinnu okkar Pírata. Við þurfum að breyta samfélaginu úr því að byggja atvinnusköpun aðallega á því að ganga á auðlindir okkar, yfir í það að vera þekkingarsamfélag þar sem sköpuð eru menntuð störf byggð á hugviti.

Á undanförnum áratugum hefur orðið ljóst að mannkynið er að ganga verulega á auðlindir jarðar og náttúru með fyrirsjáanlega hrikalegum afleiðingum fyrir komandi kynslóðir. Ábyrg umgengni við náttúruna og sjálfbær nýting auðlinda eru nauðsynleg forgangsmál. Mín framtíðarsýn á margt sameiginlegt með þeirri sýn sem varpað er fram í nýju stjórnarskránni, þar sem segir ennfremur að öllum beri að virða náttúru Íslands og vernda, og ennfremur: „Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og gildi náttúrunnar og hagsmunir komandi kynslóða séu virt.“

Miðhálendið er sér kapítuli út af fyrir sig enda ein dýrmætasta perla landsins. Þar má finna eldfjöll, jökla, vatnsmiklar ár og fossa, litrík háhitasvæði, víðfeðm hraun og svartar sandauðnir sem kallast á við viðkvæmar gróðurvinjar. Saman mynda þessi náttúrufyrirbæri stórbrotnar landslagsheildir á einum stærstu víðernum Evrópu. Þessa þjóðargersemi þarf að vernda.

Mikilvægt er að huga vel að stefnumótun til framtíðar og þar eigum við alltaf að taka fullt tillit til alþjóðaviðmiða og samninga í umhverfismálum. Styðjum líka við rafbílavæðingu, nýtum rafmagnið sem náttúran gefur okkur í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Náttúran á alltaf að njóta vafans. Við Píratar höfum lagt mikið upp úr því að fylgja skuli megingildum í verki og sýna metnað til að uppfylla Parísarsáttmálann. Við berum öll mikla ábyrgð gagnvart börnum framtíðarinnar. Sýnum þessa ábyrgð í verki.

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,