Náttúrufræðistofa Kópavogs 30 ára

Náttúrufræðistofa Kópavogs varð 30 ára um helgina en af því tilefni eru nú til sýnis munir úr fyrstu söfnum stofunnar; skeljasafni, steinasafni og fuglasafni. Ókeypis er inn á safnið. Bæjarráð Kópavogs gaf safninu fjarsjá í afmælisgjöf með þrífæti og augnlinsu. Verður hún m.a. notuð við fuglaskoðun og á sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Finnur Ingimarsson, forstöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs,
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Finnur Ingimarsson, forstöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs,

Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd. Frá upphafi hefur Kópavogsbær staðið að rekstri stofunnar en hún hefur einnig aflað verulegra sértekna með útseldum verkefnum.

Elsta skjal í vörslu Náttúrufræðistofunnar er dagsett 27. september 1970 og er hvatning Árna Waag, kennara í Kópavogi, til bæjaryfirvalda um að setja á stofn náttúrugripasafn og kaupa skeljasafn Kópavogsbúans Jóns Bogasonar en hann hafði verið um skeið starfsmaður Hafrannsóknastofnunar.

Í upphafi samanstóð safngripakosturinn af þessu skeljasafni Jóns Bogasonar og fuglasafni Hans Jörgensens sem var fyrsti skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík, en Kópavogsbær keypti þessi söfn. Auk þess keypti bærinn hluta af steinasafni Halldórs Péturssonar og Svövu Jónsdóttur. Skeljasafnið var stærst þessara safna en auk söfnunargleðinnar var Jón Bogason afbragðs teiknari og gaf hann seinna Náttúrufræðistofunni eftirprent af mörgum teikninga sinna. Þær teikningar er nú einnig til sýnis í anddyrinu.

Fyrsti forstöðumaður safnsins var Árni Waag en seinna tók við Hilmar J. Malmquist. Hilmar varð forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands nú í haust og tók þá við af honum Finnur Ingimarsson.

Í hvatningarorðum sínum til bæjaryfirvalda sagði Árni Waag me’al annars: „Allt fólk á sér áhugamál. Sumir helga tómstundir sínar listum, aðrir íþróttum og þannig mætti áfram telja. En hver svo sem áhugamálin eru þá eiga þau öll það sammerkt – hafa þann tilgang í eðli sínu – að veita manneskjunni einhverja fyllingu erða hamingju. Sum þessara áhugasviða eru e.t.v. nokkuð sérhæfð og höfða til fárra. Önnur hafa í eðli sínu skírskotun til stærri hóps. Til þeirra held ég að megi tvímælalaust telja náttúrufræði og náttúruskoðun. Skýringin blasi við – náttúra er hluti af tilveru okkar, við erum sjálf hluti af þessari náttúru.“

natkopafm

 

www.kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér