Á dögunum voru styrkir úr safnasjóði veittir en alls fengu Náttúrufræðistofa og Gerðarsafn 7.7 milljónir króna úr sjóðnum. Styrkurinn skiptist í rekstrarstyrki til Náttúrufræðistofu annarsvegar og til Gerðarsafns hinsvegar. Einnig var margmiðlun grunnsýningar Náttúrufræðistofu styrkt um 2, 3 milljónir og fjölskyldustundir óháð tungumáli þar sem vísindi og sköpun mætast voru styrkt um 800 þúsund. Verkefnin sem Gerðarsafn var styrkt um snúa að skráningarmálum, list í almenningsrými og dagskrá sem snýr að sýningu sem nú er í bígerð.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.