Nemendur í Lindahverfi rækta Lindaskóg.

Megi Lindaskógur vaxa!  Mynd: www.kopavogur.is
Megi Lindaskógur vaxa! Mynd: www.kopavogur.is

Nemendur í Lindahverfi gróðursettu tré á dögunum á útinámssvæði sínu sem er fyrir ofan leikskólann Núp og Lindaskóla og skammt frá leikskólanum Dal. Alls um 300 plöntur. Hver árgangur gróðursetti grenitré sem verður merkt árgangnum. Þau kusu einnig um nafn fyrir svæðið og varð Lindaskógur fyrir valinu.

Útinámssvæði eru víða í nágrenni skóla í Kópavogi. Þar fer fram fræðsla um náttúru og útivist. Settir hafa verið upp bekkir úr trjátrumbum sem nýtast í útikennslunni.
Lindaskógur er ætlaður nemendum fyrrgreindra skóla en einnig mega allir íbúar svæðisins nýta sér aðstöðuna þar til að eiga góðar stundir.

Ljóst er að nemendurnir eiga eftir að fylgjast vel með vexti skógarins í nánustu framtíð.

www.kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar