Nemendur í Lindahverfi rækta Lindaskóg.

Megi Lindaskógur vaxa!  Mynd: www.kopavogur.is
Megi Lindaskógur vaxa! Mynd: www.kopavogur.is

Nemendur í Lindahverfi gróðursettu tré á dögunum á útinámssvæði sínu sem er fyrir ofan leikskólann Núp og Lindaskóla og skammt frá leikskólanum Dal. Alls um 300 plöntur. Hver árgangur gróðursetti grenitré sem verður merkt árgangnum. Þau kusu einnig um nafn fyrir svæðið og varð Lindaskógur fyrir valinu.

Útinámssvæði eru víða í nágrenni skóla í Kópavogi. Þar fer fram fræðsla um náttúru og útivist. Settir hafa verið upp bekkir úr trjátrumbum sem nýtast í útikennslunni.
Lindaskógur er ætlaður nemendum fyrrgreindra skóla en einnig mega allir íbúar svæðisins nýta sér aðstöðuna þar til að eiga góðar stundir.

Ljóst er að nemendurnir eiga eftir að fylgjast vel með vexti skógarins í nánustu framtíð.

www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar