Nemendur í Lindahverfi rækta Lindaskóg.

Megi Lindaskógur vaxa!  Mynd: www.kopavogur.is
Megi Lindaskógur vaxa! Mynd: www.kopavogur.is

Nemendur í Lindahverfi gróðursettu tré á dögunum á útinámssvæði sínu sem er fyrir ofan leikskólann Núp og Lindaskóla og skammt frá leikskólanum Dal. Alls um 300 plöntur. Hver árgangur gróðursetti grenitré sem verður merkt árgangnum. Þau kusu einnig um nafn fyrir svæðið og varð Lindaskógur fyrir valinu.

Útinámssvæði eru víða í nágrenni skóla í Kópavogi. Þar fer fram fræðsla um náttúru og útivist. Settir hafa verið upp bekkir úr trjátrumbum sem nýtast í útikennslunni.
Lindaskógur er ætlaður nemendum fyrrgreindra skóla en einnig mega allir íbúar svæðisins nýta sér aðstöðuna þar til að eiga góðar stundir.

Ljóst er að nemendurnir eiga eftir að fylgjast vel með vexti skógarins í nánustu framtíð.

www.kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem