Nemendur í MK óttast verkfall

Mögulegt verkfall framhaldsskólakennara vofir yfir og er mikið um það rætt hjá nemendum Menntaskólans í Kópavogi. Við fengum nokkra þeirra í viðtal.

Jóhann Markús Hjaltason, nemandi á fjórða ári í MK:

Jóhann Markús Hjaltason, nemandi á fjórða ári í MK.
Jóhann Markús Hjaltason, nemandi á fjórða ári í MK.

Heldur þú að það verði verkfall?

„Ég hreinlega veit það ekki, og ég vona ekki. Eins gott og það er að fá frí þá væri frábært að fá þennan tima til að læra hjá kennara.“

Sóley Þórsdóttir, nemandi í MK á þriðja ári.

Sóley Þórsdóttir

„Það lítur út fyrir að það verði verkfall, flestir eru svartsýnir því það er ekki mikið að gerast í viðræðunum. Ég að sjálfsögðu fagna þessu ekki. Ég vil klára skólann á réttum tíma og vil nota þennan tíma í kennslustundir hjá kennara.“

Agnar Már Brynjarsson, nemandi á fjórða ári og fyrirverandi keppandi í Morfís og leikari í Burlesque leikritinu.

Agnar Már Brynjarsson
Agnar Már Brynjarsson, nemandi á fjórða ári í MK.

„Ég tel, samkvæmt öllum þeim upplýsingum sem mér hefur verið gefið af kennurum og fjölmiðlum, að verkfallið sé mjög líklegt. Ég kvíði ekki mikið fyrir þessu. Í dag var skólameistari með smá fyrirlestur um hvernig námið yrði tæklað ef verkfallið brysti á. Mín skoðun er sú að þetta er alveg geranlegt og ég tel að menntaskólar muni eftir bestu getu koma til móts við nemendur að þessu loknu.“

Flestir nemendur Menntaskólans í Kópavogi vilja ekki verkfall og eru þeir misvel öruggir hvernig skal tækla vandamálið ef verkfallið skellur á. Hægt verður að læra í skólastofum og í bókasafni MK ef áhugi verður fyrir því. Vonandi mun það nægja nemendum ef verkfall skellur á.

Elías Hafþórsson, nemand í fjölmiðlaáfanga MK.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í