Nemendur í MK: „Þetta verður kannski langt Trivial Pursuit.“

„Skrítni hópurinn í MK.“ Krakkarnir segjast svartsýn á að verkfallið sé að fara að leysast og búa sig undir langt Trivial Pursuit.
„Skrítni hópurinn í MK.“ Krakkarnir segjast svartsýn á að verkfallið sé að fara að leysast og búa sig undir langt Trivial Pursuit.
„Skrítni hópurinn í MK.“ Krakkarnir segjast svartsýn á að verkfallið sé að fara að leysast og búa sig undir langt Trivial Pursuit.

„Við nennum ekkert að hanga heima,“ segja krakkarnir sem kalla sig „skrítni hópurinn í MK“ þegar við litum inn í skólastofuna til þeirra. „Það er miklu betra að halda hópinn og vera vinir. Fá stuðning frá hvort öðru.“

Hvernig gengur lærdómurinn?
 „Ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha.“

Svona vel?
„Það er öll rútína fokin út í buskann. En jú, við reynum eins og við getum. Í hópnum eru krakkar sem eru að byrja í skólanum og alveg upp í þá sem eiga að útskrifast. Hér eru líka krakkar sem eru utanskóla. Félagsskapurinn skiptir miklu máli.“

Hvað eruð þið þá að gera?
„Við erum orðin rosalega góð í Disney Trivial Pursuit. Þetta verður kannski langt Trivial miðað við að verkfallið virðist ekki vera að leysast á næstunni.“

Þið eruð þá svartsýn á framhaldið?
„Mjög svartsýn, já. En við styðjum við bakið á kennurunum okkar. Þeir elska okkur og við þá.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar