Nemendur í MK: „Þetta verður kannski langt Trivial Pursuit.“

„Skrítni hópurinn í MK.“ Krakkarnir segjast svartsýn á að verkfallið sé að fara að leysast og búa sig undir langt Trivial Pursuit.
„Skrítni hópurinn í MK.“ Krakkarnir segjast svartsýn á að verkfallið sé að fara að leysast og búa sig undir langt Trivial Pursuit.

„Við nennum ekkert að hanga heima,“ segja krakkarnir sem kalla sig „skrítni hópurinn í MK“ þegar við litum inn í skólastofuna til þeirra. „Það er miklu betra að halda hópinn og vera vinir. Fá stuðning frá hvort öðru.“

Hvernig gengur lærdómurinn?
 „Ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha.“

Svona vel?
„Það er öll rútína fokin út í buskann. En jú, við reynum eins og við getum. Í hópnum eru krakkar sem eru að byrja í skólanum og alveg upp í þá sem eiga að útskrifast. Hér eru líka krakkar sem eru utanskóla. Félagsskapurinn skiptir miklu máli.“

Hvað eruð þið þá að gera?
„Við erum orðin rosalega góð í Disney Trivial Pursuit. Þetta verður kannski langt Trivial miðað við að verkfallið virðist ekki vera að leysast á næstunni.“

Þið eruð þá svartsýn á framhaldið?
„Mjög svartsýn, já. En við styðjum við bakið á kennurunum okkar. Þeir elska okkur og við þá.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér