Nemendur í MK: „Þetta verður kannski langt Trivial Pursuit.“

„Skrítni hópurinn í MK.“ Krakkarnir segjast svartsýn á að verkfallið sé að fara að leysast og búa sig undir langt Trivial Pursuit.
„Skrítni hópurinn í MK.“ Krakkarnir segjast svartsýn á að verkfallið sé að fara að leysast og búa sig undir langt Trivial Pursuit.
„Skrítni hópurinn í MK.“ Krakkarnir segjast svartsýn á að verkfallið sé að fara að leysast og búa sig undir langt Trivial Pursuit.

„Við nennum ekkert að hanga heima,“ segja krakkarnir sem kalla sig „skrítni hópurinn í MK“ þegar við litum inn í skólastofuna til þeirra. „Það er miklu betra að halda hópinn og vera vinir. Fá stuðning frá hvort öðru.“

Hvernig gengur lærdómurinn?
 „Ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha.“

Svona vel?
„Það er öll rútína fokin út í buskann. En jú, við reynum eins og við getum. Í hópnum eru krakkar sem eru að byrja í skólanum og alveg upp í þá sem eiga að útskrifast. Hér eru líka krakkar sem eru utanskóla. Félagsskapurinn skiptir miklu máli.“

Hvað eruð þið þá að gera?
„Við erum orðin rosalega góð í Disney Trivial Pursuit. Þetta verður kannski langt Trivial miðað við að verkfallið virðist ekki vera að leysast á næstunni.“

Þið eruð þá svartsýn á framhaldið?
„Mjög svartsýn, já. En við styðjum við bakið á kennurunum okkar. Þeir elska okkur og við þá.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í