Nemendur úr Kópavogi sýna á RIFF

40 ungmenni í 6. og 9. bekk úr skólum í Kópavogi sitja í vikunni stuttmyndanámskeið í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF, Reykjavík International Film Festival. Krakkarnir fá kennslu í ýmsum hliðum kvikmyndagerðar á námskeiði sem er undir stjórn Barkar Gunnarssonar leikstjóra og er haldið í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. Krakkarnir vinna svo að eigin stuttmynd og verða myndirnar sýndar á RIFF. Hátíðin sjálf stendur yfir frá 24. september til 4. október. 

Fjölmargir viðburðir verða í Kópavogi í tengslum við RIFF, sem annað árið í röð er styrkt af Kópavogsbæ, með það að markmiði að færa hluta hátíðarinnar yfir í bæinn. Þar má nefna sundbíó fyrir fjölskylduna í Sundlaug Kópavogs þar sem sýnd verður myndin Múmínálfarnir og halastjarnan, sýning á alþjóðlegum stuttmyndum fyrir börn og fullorðna í Bókasafni Kópavogs og viðburði tengdir  pólskri kvikmynda- og myndlist í Gerðarsafni.

Þá verður sérsýning í Gjábakka, félagsmiðstöð eldri borgara á nýrri heimildarmynd, Hver stund með þér, og tónleikar með Önnu Maríu Björnsdóttur og Svavari Knúti að sýningu lokinni.  Í Molanum verður sérsýning á íslensku gamanheimildamyndinni Humarsúpa innifalin sem fjallar um ferð Þorsteins Guðmundssonar út í Hrísey. Í Molanum verður hægt að taka þátt í kennslustund á vegum kvikmyndakommúnunar og í Bókasafninu verður námskeið í einnar mínútu myndagerð. 

Franski dávaldurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Gruwann Tran Van Gie sýnir nýjasta kvikmyndaverkefnið sitt, Honest Experience, í Gerðarsafni og verður með hópdáleiðslu við tónlist að henni lokinni. Um er að ræða sýningu sem var frumflutt á Pompidou safninu í París í janúar.  Loks verða kvikmyndatónleikar í Salnum þar sem flutt verður tónlist úr myndum Woody Allen af jazzkvintettnum Bananas. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona verður þar sérstakur gestur og sögumaður.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar