Nemendur úr Kópavogi sýna á RIFF

40 ungmenni í 6. og 9. bekk úr skólum í Kópavogi sitja í vikunni stuttmyndanámskeið í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF, Reykjavík International Film Festival. Krakkarnir fá kennslu í ýmsum hliðum kvikmyndagerðar á námskeiði sem er undir stjórn Barkar Gunnarssonar leikstjóra og er haldið í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. Krakkarnir vinna svo að eigin stuttmynd og verða myndirnar sýndar á RIFF. Hátíðin sjálf stendur yfir frá 24. september til 4. október. 

Fjölmargir viðburðir verða í Kópavogi í tengslum við RIFF, sem annað árið í röð er styrkt af Kópavogsbæ, með það að markmiði að færa hluta hátíðarinnar yfir í bæinn. Þar má nefna sundbíó fyrir fjölskylduna í Sundlaug Kópavogs þar sem sýnd verður myndin Múmínálfarnir og halastjarnan, sýning á alþjóðlegum stuttmyndum fyrir börn og fullorðna í Bókasafni Kópavogs og viðburði tengdir  pólskri kvikmynda- og myndlist í Gerðarsafni.

Þá verður sérsýning í Gjábakka, félagsmiðstöð eldri borgara á nýrri heimildarmynd, Hver stund með þér, og tónleikar með Önnu Maríu Björnsdóttur og Svavari Knúti að sýningu lokinni.  Í Molanum verður sérsýning á íslensku gamanheimildamyndinni Humarsúpa innifalin sem fjallar um ferð Þorsteins Guðmundssonar út í Hrísey. Í Molanum verður hægt að taka þátt í kennslustund á vegum kvikmyndakommúnunar og í Bókasafninu verður námskeið í einnar mínútu myndagerð. 

Franski dávaldurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Gruwann Tran Van Gie sýnir nýjasta kvikmyndaverkefnið sitt, Honest Experience, í Gerðarsafni og verður með hópdáleiðslu við tónlist að henni lokinni. Um er að ræða sýningu sem var frumflutt á Pompidou safninu í París í janúar.  Loks verða kvikmyndatónleikar í Salnum þar sem flutt verður tónlist úr myndum Woody Allen af jazzkvintettnum Bananas. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona verður þar sérstakur gestur og sögumaður.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn