Nemendur úr Kópavogi sýna á RIFF

40 ungmenni í 6. og 9. bekk úr skólum í Kópavogi sitja í vikunni stuttmyndanámskeið í tengslum við kvikmyndahátíðina RIFF, Reykjavík International Film Festival. Krakkarnir fá kennslu í ýmsum hliðum kvikmyndagerðar á námskeiði sem er undir stjórn Barkar Gunnarssonar leikstjóra og er haldið í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. Krakkarnir vinna svo að eigin stuttmynd og verða myndirnar sýndar á RIFF. Hátíðin sjálf stendur yfir frá 24. september til 4. október. 

Fjölmargir viðburðir verða í Kópavogi í tengslum við RIFF, sem annað árið í röð er styrkt af Kópavogsbæ, með það að markmiði að færa hluta hátíðarinnar yfir í bæinn. Þar má nefna sundbíó fyrir fjölskylduna í Sundlaug Kópavogs þar sem sýnd verður myndin Múmínálfarnir og halastjarnan, sýning á alþjóðlegum stuttmyndum fyrir börn og fullorðna í Bókasafni Kópavogs og viðburði tengdir  pólskri kvikmynda- og myndlist í Gerðarsafni.

Þá verður sérsýning í Gjábakka, félagsmiðstöð eldri borgara á nýrri heimildarmynd, Hver stund með þér, og tónleikar með Önnu Maríu Björnsdóttur og Svavari Knúti að sýningu lokinni.  Í Molanum verður sérsýning á íslensku gamanheimildamyndinni Humarsúpa innifalin sem fjallar um ferð Þorsteins Guðmundssonar út í Hrísey. Í Molanum verður hægt að taka þátt í kennslustund á vegum kvikmyndakommúnunar og í Bókasafninu verður námskeið í einnar mínútu myndagerð. 

Franski dávaldurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Gruwann Tran Van Gie sýnir nýjasta kvikmyndaverkefnið sitt, Honest Experience, í Gerðarsafni og verður með hópdáleiðslu við tónlist að henni lokinni. Um er að ræða sýningu sem var frumflutt á Pompidou safninu í París í janúar.  Loks verða kvikmyndatónleikar í Salnum þar sem flutt verður tónlist úr myndum Woody Allen af jazzkvintettnum Bananas. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona verður þar sérstakur gestur og sögumaður.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem