Góður gangur í framkvæmdum við Norðurturn Smáralindar.

Norðurturn Smáralindar eins og hann kemur til með að líta út.
Norðurturn Smáralindar eins og hann kemur til með að líta út.

Góður gangur er á framkvæmdum við Norðurturn Smáralindar sem lengi hefur staðið hálfkláraður. Glitnir, Íslandsbanki, Tryggingamiðstöðin, BYGG, Lífeyrissjóður verkfræðinga og tvö önnur félög stofnuðu nýlega félagið Nýr Norðurturn hf um verkefnið og blása nú til framkvæmda á ný. Ráðgert er að Norðurturninn verði fjórtán hæðir.

Norðurturn Smáralindar eins og hann lítur út í dag.
Norðurturn Smáralindar eins og hann lítur út í dag, frá sama sjónarhorni og myndin hér að ofan.

„Það er allt að komast úr startholunum hjá okkur núna, við erum að virkja vinnusvæðið, reisa krana og vinna áfram í fjármögnun. Gengið hefur verið frá leigusamning við Reginn fasteignafélag um leigu á tveimur fyrstu hæðum hússins og hefur Reginn gengið frá leigusamning við Baðhúsið um að flytja á aðra hæð hússins í lok ársins þannig að það fer að færast líf í Norðurturninn,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Nýs Norðurturns hf.

-Hvenær er búist við að turninn verði tilbúinn?
„Við reiknum með að framkvæmdir klárist á næstu 18 – 24 mánuðum. Það er stefnt að því en svo getur margt gerst á leiðinni.“

-Það gengur sú kjaftasaga um bæinn að bæjarskrifstornar í Fannborg muni flytjast í Norðurturninn, er það rétt?
„Það væri mjög ánægjulegt ef þessi kjaftasaga væri sönn, en ég hef bara ekki heyrt hana áður,“ segir Ríkharð og hlær. „Það eru örugglega margar hugmyndir og margt rætt en ég veit þó ekki til að þetta sé á dagskrá – þó þetta væri að sjálfsögðu langskynsamlegast fyrir bæinn,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Nýs Norðurturns hf.

Model0003 Model0002 Model0000 nótt-2

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kópavogur
Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.
WP_20140617_14_24_10_Pro
OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Hannes_mynd
Bókasafn Kópavogs
þríþraut
Íþróttahús HK í Kórnum.
Heimir Jónasson