Góður gangur í framkvæmdum við Norðurturn Smáralindar.

Norðurturn Smáralindar eins og hann kemur til með að líta út.
Norðurturn Smáralindar eins og hann kemur til með að líta út.

Góður gangur er á framkvæmdum við Norðurturn Smáralindar sem lengi hefur staðið hálfkláraður. Glitnir, Íslandsbanki, Tryggingamiðstöðin, BYGG, Lífeyrissjóður verkfræðinga og tvö önnur félög stofnuðu nýlega félagið Nýr Norðurturn hf um verkefnið og blása nú til framkvæmda á ný. Ráðgert er að Norðurturninn verði fjórtán hæðir.

Norðurturn Smáralindar eins og hann lítur út í dag.
Norðurturn Smáralindar eins og hann lítur út í dag, frá sama sjónarhorni og myndin hér að ofan.

„Það er allt að komast úr startholunum hjá okkur núna, við erum að virkja vinnusvæðið, reisa krana og vinna áfram í fjármögnun. Gengið hefur verið frá leigusamning við Reginn fasteignafélag um leigu á tveimur fyrstu hæðum hússins og hefur Reginn gengið frá leigusamning við Baðhúsið um að flytja á aðra hæð hússins í lok ársins þannig að það fer að færast líf í Norðurturninn,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Nýs Norðurturns hf.

-Hvenær er búist við að turninn verði tilbúinn?
„Við reiknum með að framkvæmdir klárist á næstu 18 – 24 mánuðum. Það er stefnt að því en svo getur margt gerst á leiðinni.“

-Það gengur sú kjaftasaga um bæinn að bæjarskrifstornar í Fannborg muni flytjast í Norðurturninn, er það rétt?
„Það væri mjög ánægjulegt ef þessi kjaftasaga væri sönn, en ég hef bara ekki heyrt hana áður,“ segir Ríkharð og hlær. „Það eru örugglega margar hugmyndir og margt rætt en ég veit þó ekki til að þetta sé á dagskrá – þó þetta væri að sjálfsögðu langskynsamlegast fyrir bæinn,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Nýs Norðurturns hf.

Model0003 Model0002 Model0000 nótt-2

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að