• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Íþróttir

Norma Dögg og Birgir Leifur íþróttakona- og íþróttakarl Kópavogs

Norma Dögg og Birgir Leifur íþróttakona- og íþróttakarl Kópavogs
ritstjorn
08/01/2015

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, og Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ. Birgir Leifur og Norma Dögg voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Meistaraflokkur HK í blaki var kjörinn flokkur ársins 2014 karla en liðið varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari í blaki á árinu.

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í höggleik á árinu 2014 og það í sjötta sinn á ferlinum. Birgir Leifur hefur mörg undanfarin ár verið fremsti kylfingur landsins og var fyrsti Íslendingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni árið 2007. Á erlendum vettvangi náði Birgir Leifur best 5. sæti á Nordic League mótaröðinni í Svíþjóð í september. Stærsta afrekið er þó að komast alla leið á lokastig úrtökumótanna fyrir evrópsku mótaröðina í golfi (European Tour). Árangur hans í því móti gaf honum þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu á næsta tímabili (Challenge Tour). Birgir Leifur er frábær fyrirmynd annarra kylfinga, reglusamur, vinnusamur og ávallt jákvæður. Hann er frábær liðsmaður, hvetjandi og drífandi.

Norma Dögg Róbertsdóttir
Norma Dögg er Íslandsmeistari í fjölþraut í áhaldafimleikum kvenna árið 2014. Hún varð einnig Íslandsmeistari í stökki en í þeirri grein hefur Norma Dögg verið í algjörum sérflokki. Hún vann til tvennra verðlauna á Norðurlandamótinu á árinu, silfur í stökki og bronsverðlaun í liðakeppni. Norma hefur um nokkurt skeið verið brautryðjandi í Norður Evrópu hvað varðar erfiðar æfingar í stökki og á gólfi og gerir í dag erfiðleikaæfingar á mjög háu stigi. Í keppni við bestu fimleikakonur heims náði hún frábærum árangri. Hún varð í 11. sæti í stökki á EM og í 18. sæti í stökki á Heimsmeistaramótinu nú í október. Þetta er besti árangur íslenskrar fimleikastúlku í áhaldafimleikum hingað til.

Viðurkenningar, flokkur 17 ára og eldri:
Aníta Ósk Hrafnsdóttir sund, Berglind Björg Þorvaldsdóttir knattspyrna, Berglind Gígja Jónsdóttir blak, Birgir Leifur Hafþórsson golf, Birkir Gunnarsson tennis, Erla Ásgeirsdóttir skíði, Jón Margeir Sverrisson sund, Kristín Magnúsdóttir karate, Lúðvík Már Matthíasson blak, Norma Dögg Róbertsdóttir áhaldafimleikar, Sindri Hrafn Guðmundsson frjálsar íþróttir, Viktor Ben Gestsson kraftlyftingar.

Flokkur 13 til 16 ára:
Aníta Lóa Hauksdóttir dans, Anna Soffía Grönholm tennis , Anton Magnússon tennis, Arna Katrín Kristinsdóttir karate, Brynjólfur Óli Karlsson sund, Elías Rafn Ólafsson blak, Elísabet Ágústsdóttir golf, Elísabet Einarsdóttir blak, Elvar Kristin Gapunay dans, Gylfi Ingvar Gylfason frjálsar íþróttir, Hafþór Heiðar Birgisson hestaíþróttir, Iðun Rún Kristjánsdóttir skíði, Ingi Rúnar Birgisson golf, Irma Gunnarsdóttir frjálsar íþróttir, Jón Dagur Þorsteinsson knattspyrna, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir borðtennis, Kristín Amalía Líndal fimleikar, Kristín Edda Sveinsdóttir hjólreiðar, Kristófer Dagur Sigurðsson handknattleikur, Martin Bjarni Guðmundsson fimleikar, Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir knattspyrna, Ragnheiður Karlsdóttir sund, Ragnhildur Edda Þórðardóttir handknattleikur, Sara Lind Guðnadóttir dans, Snorri Beck Magnússon karate, Særós Ásta Birgisdóttir hestaíþróttir, Tandri Snær Traustason skíði.

Einnig voru afhentir fyrir hönd íþróttaráðs Kópavogs viðurkenningar fyrir árangur á alþjóðlegum vettvangi og heiðursviðurkenning íþróttaráðs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Birgir Leifur Hafþórsson,íþróttakarl Kópavogs, Norma Dögg Róbertsdóttir, íþróttakona Kópavogs og Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Birgir Leifur Hafþórsson,íþróttakarl Kópavogs, Norma Dögg Róbertsdóttir, íþróttakona Kópavogs og Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs.

 

Efnisorðíþróttamaður kópavogsíþróttirviðurkenningar
Íþróttir
08/01/2015
ritstjorn

Efnisorðíþróttamaður kópavogsíþróttirviðurkenningar

Meira

  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Sigurhátíð í Lindaskóla

    Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að Lindaskóli vann Skólahreystikeppnina í ár. Þetta er í...

    Auðun Georg Ólafsson 24/05/2019
  • Lesa meira
    Opið fyrir umsóknir á afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi

    Nú er opið fyrir umsóknir á nýstofnuðu afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. Nemendur sem skrá sig á sviðið...

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Klyfjaður verðlaunapeningum á EM

    Guðfinnur Snær Magnússon keppti á EM í kraftlyftingum sem fór fram í Pilsen, Tékklandi um síðustu mánaðarmót....

    Auðun Georg Ólafsson 23/05/2019
  • Lesa meira
    Tvö silfurverðlaun á Norðurlandamóti í hnefaleikum

    Emin Kadri Eminssyni og Jafet Erni Þorsteinssyni úr Hnefaleikafélag Kópavogs unnu til silfurverðlauna helgina 30-31 mars á...

    ritstjorn 08/04/2019
  • Lesa meira
    5. flokkur HK stefnir hátt

    5. flokkur kvenna á eldra ári, sem eru stúlkur fæddar árið 2005, er einn fjölmennasti flokkurinn innan...

    ritstjorn 06/04/2019
  • Lesa meira
    „Ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri“

    KYNNING: Í Mudo Gym er unnið út frá slagorðunum: „Sterkari börn“ og „Sjálfstraust, sjálfsagi sjálfsvörn”. Sigursteinn Snorrason,...

    ritstjorn 26/03/2019
  • Lesa meira
    10 ára kraftlyftingadeild

    Hin nautsterka kraftlyftingadeild Breiðabliks er tíu ára um þessar mundir. Fólk hefur fengið sér nautasteik af minna...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Breiðablik á afmæli í dag

    Í dag þriðjudaginn 12. febrúar er Breiðablik 69 ára. Af því tilefni verður afmæliskaka og kaffi í...

    ritstjorn 12/02/2019
  • Lesa meira
    Gönguskíði hjá GKG

    Allir á gönguskíði! Nú er búið að troða hring fyrir gönguskíði á golfvelli GKG sem notið hefur...

    ritstjorn 22/01/2019
  • Íþróttafólk Kópavogs
    Lesa meira
    Agla María Albertsdóttir og Valgarð Reinhardsson eru íþróttafólk ársins í Kópavogi

    Agla María Albertsdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Valgarð Reinhardsson fimleikamaður úr Gerplu og voru kjörin íþróttakarl og...

    ritstjorn 11/01/2019
  • Lesa meira
    Fjörkálfamót í Smáranum

    Karatedeildir Breiðablik og Þórshamars héldu í desember svokallað Fjörkálfamót í karate fyrir karatekrakka sem eru fæddir frá...

    ritstjorn 06/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.