Norrænt Rapp og Hip Hop veisla í Salnum

Það kvað við nýjan tón í Salnum laugardaginn 19. janúar þegar danskir, sænskir og íslenskir rapp og hipp hopp tónlistarmenn stigu á svið á þrennum tónleikum við mikinn fögnuð tónleikagesta.

Iris Gold frá Danmörku var fyrst norrænu gestanna á svið en hún er rísandi stjarna í tónlistarheiminum. Tónlist hennar er blanda af klassísku hipp hoppi, poppi og soul tónlist. Heillaði hún tónleikagesti Salarins upp úr sætunum og er vert að fylgjast með henni á komandi árum. 

Iris Gold er rísandi stjarna og var fyrst á svið. Mynd: Geirix.

Lilla Namo frá Svíþjóð kom sem stormsveipur inn í sænskt tónlistarlíf árið 2012 og hefur verið tilnefnd til Årets Svenska Rap og Musikguiden í P3 Gull auk þess að vera tilnefnd til Grammy verðulaunanna sem textahöfundur. Er óhætt að segja að kraftmikil framkoma hennar og einstök tónlist hafi verið vel tekið af tónleikagestum kvöldsins.

Lilla Namo er kraftmikil og einstakur tónlistarmaður. Mynd: Geirix.

Raske Penge einn fremsti og þekktasti tónlistarmaður á sviði dancehall og reggí tónlistar í Danmörku lauk kvöldinu með skemmtilegri framkomu og þéttu undirspili hjómsveitar sinnar.

Kópboyz – okkar menn
Auk norrænu gestanna tróðu íslenskir tónlistarmenn upp en hafa þeir allir beina eða óbeina tengingu við Kópavog enda má segja að Rappið eigi íslenskar rætur sínar í bænum. Frumkvöðull rappsins á Íslandi Erpur Eyvindarson eða Blaz Roca steig fyrstur á svið og lagði tóninn fyrir kvöldið með magnaðri framkomu.

Blaz Roca lagði tóninn fyrir kvöldið. Mynd: Geirix

Ragna Kjartansdóttir betur þekkt sem Cell7 stal senunni með nýjum og eldri lögum.  Framkoma Hugins fangaði huga viðstaddra en óhætt er að segja að Herra Hnetusmjör hafi stolið hjörtum ungra áheyrenda sem enduðu uppi á sviði með honum og tóku lagið.

Cell7 stal senunni. Mynd:Geirix
Huginn nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Mynd: Geirix
Herra Hnetusmjör fékk unga aðdáendur með sér upp á svið. Mynd: Geirix

Salurinn er styrkhafi PULS verkefnis Norræna menningarsjóðsins til tveggja ára. Markmið PULS er að gera tónleikahöldurum kleift að bjóða upp á dagskrá með norrænum tónlistarmönnum og kynna tónlist þeirra milli Norðurlandanna. Hátíðin var hluti af Dögum ljóðsins sem lauk þegar ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í Salnum við hátíðlega athöfn mánudaginn 21. janúar sl.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sigurbj2019_vef
sumarikopavogi
arnargr-104×120
Bókasafn Kópavogs
10530771_10204318835676785_6604620397319863176_n
Eldhuginn
Asdis-1
Sigurbjorg-1
WP_20150609_20_29_48_Raw