Nóttin var sú ágæt ein

Kópavogur á listamenn í flestum heimshornum og sveitarfélögum landsins. Einn þeirra er Vignir Rafn Valþórsson, sem er mörgum bæjarbúum kunnur. Hann leikstýrir nú leiksýningunni Nóttin var sú ágæt ein, jólasýningu fyrir fullorðna (alls ekki fyrir börn!), í uppsetningu leikfélagsins Óskabörn Ógæfunnar.

Leikfélagið Óskabörn Ógæfunnar frumsýnir leiksýninguna Nóttin var sú ágæt ein, jólasýningu fyrir fullorðna. (alls ekki fyrir börn!)
Leikfélagið Óskabörn Ógæfunnar frumsýnir leiksýninguna Nóttin var sú ágæt ein, jólasýningu fyrir fullorðna. (alls ekki fyrir börn!)

Höfundur verksins er Anthony Neilson (Penetreitor, Ófagra veröld) en verkið kallast á frummáli The Night Before Christmas.

Verkið fjallar í stuttu máli um tvo félaga sem góma innbrotsþjóf á aðfangadagskvöldi, klukkutíma fyrir jól. Þjófurinn heldur því statt og stöðugt fram að hann sé raunverulegur jólasveinn. Þeir halda honum föngnum til að draga hann til ábyrgðar fyrir það sem komið hefur fyrir jólin. Að hátíð ljóss og friðar sé orðin hátíð græðgi og sýndarmennsku. Það fara þó að renna á þá tvær grímur þegar líður á kvöldið og ýmislegt sem þeir geta ekki útskýrt fer að koma upp á yfirborðið.

Sýningin, sem sýnd er í Tjarnarbíói, er aðeins rétt rúmur klukkutími að lengd. Hún er tilvalin fyrir þá sem vilja taka sér örlitla upplyftingu frá jólaamstrinu, að ekki sé talað um þá sem eru komnir með uppí kok af þessu „jólakjaftæði“.

Miðaverð fer eftir því í hvaða tekjuflokk fólk er: 2000 fyrir lágtekjufólk, 3000 fyrir millitekjufólk og 5000 fyrir hátekjufólk.  Áhorfendur velja í hvaða flokk það setur sig.

Aðstandendur sýningarinnar eru:

leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Davíð Freyr Þórunnarson, Kári Viðarsson og Svandís Dóra Einarsdóttir.

Þýðing og staðfæring; Hjörtur Jóhann Jónsson og Vignir Rafn Valþórsson.

Frumsýnt er 11.des. og sýnt reglulega fram að jólum.

Miða er hægt að nálgast á tjarnarbio.is, á midi.is eða í síma: 5272100

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér