Fjarstýringin er ekki lengur helsta valdatæki heimilisins heldur gagnabeinirinn („routerinn“ í daglegu tali). Þetta er að minnsta kosti niðurstaða danskrar móður sem setti þessa mynd á vefinn á dögunum sem fer nú eins og eldur í sinu um netheima. Hún virðist hafa fengið nóg af iðjuleysi barns síns og skiptir daglega um lykilorð á beininum.
„Hefur þú áhuga á að fá lykilorð dagsins að routernum?“ spyr móðirinn, „búðu þá um rúmið, taktu úr uppþvottavélinni og gakktu frá nestisboxinu.“
Spurning hvort að þetta nútíma uppeldisráð virki?