Ný aðstaða við menningarhúsin

Ný aðstaða verður tekin í notkun við menningarhúsin í Kópavogi um helgina með það að leiðarljósi að tengja betur saman starfsemi menningarhúsanna og skapa þægilegra útivistarsvæði fyrir börn og fullorðna. Bekkjum og leiktækjum verður komið fyrir á svæðinu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að frekari breytingum og þróun svæðisins á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bókasafni Kópavogs.

Þetta þýðir að bílastæðinu, sem hingað til hefur rúmað um það bil 20 bíla, milli Gerðarsafns, Salarins og Safnahússins verður lokað nema fyrir þá sem leggja í bílastæði fatlaðra. Annarri umferð verður sem fyrr beint í tveggja hæða bílastæðahús gegnt Salnum en einnig er hægt að leggja vestan megin Gerðarsafns. Bílastæði fyrir fatlaða verða áfram norðan Salarins.

Svæðið í kringum menningarhúsin verður þróað áfram í sumar í samræmi við nýsamþykkta menningarstefnu Kópavogsbæjar en aðlaðandi útivistarsvæði skapar fallegri umgjörð og styður betur við starfsemi menningarhúsanna og nálægð þeirra við Sundlaug Kópavogs, Borgarholtið og Kópavogskirkju.

Vonir standa til að með þessum breytingum og opnun kaffihúss í Gerðarsafni í sumar verði hægt að skapa sterkari og líflegri menningarkjarna í Kópavogi á miðju höfuðborgarsvæðisins sem verði fjölsóttur allan ársins hring.

1470123_10152913073956705_96627318219303210_n

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar