Iðnaðarmenn hafa undanfarnar vikur unnnið hörðum höndum að setja nýtt gervigras á knattspyrnuvöllinn í Fífunni. Stefnt er að því að opna höllina í kringum 20. september, að því er fram kemur á blikar.is
Grasið er af nýjustu kynslóð og segja fróðir að mun betra sé að keppa á þessu grasi en því gamla. Þar að auki er búið að færa hlaupabrautina yfir í vesturhluta Fífunnar þannig að hlauparar geta betur athafnað sig. Áhorfendastæðin verða því austanmegin og það ætti að skapa meiri stemmningu á leikjum.
Margir iðkendur eru nú farnir að telja dagana þar til þeir komast til að prófa grasið. Þeir þurfa samt að sýna biðlund því fyrst á sviðið er engin önnur en hin árlega bílasýning Bílgreinasambandsins sem fram fer í Fífunni um næstu helgi.