Nýtt gervigras lagt í Fífunni

Iðnaðarmenn hafa undanfarnar vikur unnnið hörðum höndum að setja nýtt gervigras á knattspyrnuvöllinn í Fífunni. Stefnt er að því að opna höllina  í kringum 20. september, að því er fram kemur á blikar.is

Nýtt gervigras í Fífunni ætti að gleðja marga. Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson, www.blikar.is
Nýtt gervigras í Fífunni ætti að gleðja marga. Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson, www.blikar.is

Grasið er af nýjustu kynslóð og segja fróðir að mun betra sé að keppa á þessu grasi en því gamla. Þar að auki er búið að færa hlaupabrautina yfir í vesturhluta Fífunnar þannig að hlauparar geta betur athafnað sig. Áhorfendastæðin verða því austanmegin og það ætti að skapa meiri stemmningu á leikjum.

Margir iðkendur eru nú farnir að telja dagana þar til þeir komast til að prófa grasið. Þeir þurfa samt að sýna biðlund því fyrst á sviðið er engin önnur en hin árlega bílasýning Bílgreinasambandsins sem fram fer í Fífunni um næstu helgi.

fifan3 fifan2 Fífan

www.blikar.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,