Nýtt gervigras lagt í Fífunni

Iðnaðarmenn hafa undanfarnar vikur unnnið hörðum höndum að setja nýtt gervigras á knattspyrnuvöllinn í Fífunni. Stefnt er að því að opna höllina  í kringum 20. september, að því er fram kemur á blikar.is

Nýtt gervigras í Fífunni ætti að gleðja marga. Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson, www.blikar.is
Nýtt gervigras í Fífunni ætti að gleðja marga. Myndir: Helgi Viðar Hilmarsson, www.blikar.is

Grasið er af nýjustu kynslóð og segja fróðir að mun betra sé að keppa á þessu grasi en því gamla. Þar að auki er búið að færa hlaupabrautina yfir í vesturhluta Fífunnar þannig að hlauparar geta betur athafnað sig. Áhorfendastæðin verða því austanmegin og það ætti að skapa meiri stemmningu á leikjum.

Margir iðkendur eru nú farnir að telja dagana þar til þeir komast til að prófa grasið. Þeir þurfa samt að sýna biðlund því fyrst á sviðið er engin önnur en hin árlega bílasýning Bílgreinasambandsins sem fram fer í Fífunni um næstu helgi.

fifan3 fifan2 Fífan

www.blikar.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn