Ný listahátíð í Kópavogi í sumar

Kópavogsbær tekur þátt í nýrri alþjóðlegri listahátíð, Cycle Music and Art Festival, sem fram fer í Kópavogi dagana 13. til 16. ágúst. Hátíðin fer aðallega fram í Hamraborg, Salnum og Gerðarsafni auk þess sem óhefðbundnar staðsetningar og almenningsrými verða notuð fyrir tónleika, uppákomur og innsetningar. Áhersla verður lögð á samtímatónlist í samvinnu við önnur listform, svo sem gjörningalist, myndlist, hljóðlist og arkitektúr.

Á hátíðinni koma fram listamenn sem eru brautryðjendur á sínu sviði. Helst má nefna verðlaunahafa Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014, tónskáldið Simon Steen-Andersen, hljóðlistakonuna Christinu Kubisch, gjörningalistakonuna og tónskáldið Jennifer Walshe, Sigurð Guðjónsson myndlistarmann og Gjörningaklúbbinn.

Að hátíðinni standa Guðný Guðmundsdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir og Fjóla Dögg Sverrisdóttir ásamt  Listhúsi Kópavogsbæjar, lista- og menningarráði Kópavogs, menningarskrifstofunni Curated Place í Englandi, Listaháskóla Íslands og Festival of Failure. Hátíðin er styrkt af Creative Europe – Kvikmynda og menningaráætlun ESB, Kópavogsbæ, Ernst von Siemens Music Foundation og Tónlistarsjóði menntamálaráðuneytisins.

Nánari upplýsingar um dagskrána má sjá á vef og samfélagsmiðlum hátíðarinnar. Tímasetningar og nánari dagskrá verður sent út er nær dregur hátíðinni.

Heimasíða: www.cycle.is

Facebook: https://www.facebook.com/cyclemusicandartfestival

Twitter: https://twitter.com/cycle_festival

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar