Ný menningarstefna Kópavogsbæjar samþykkt

Ný menningarstefna Kópavogsbæjar var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í gær. Stefnan nær til alls lista- og menningarstarfs á vegum bæjarins og þar með til menningarhúsanna: Salarins, Gerðarsafns, Bókasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Héraðsskjalasafns Kópavogs og Tónlistarsafns Íslands. Stefnan var unnin í víðtæku samráði við flesta sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að lista- og menningarstarfi í bænum undanfarin ár.

Með stefnunni er verið að skerpa sýn og hlutverk menningarstarfs í bænum, stuðla að markvissari ákvörðunum og betri nýtingu fjármagns. Í stefnunni segir meðal annars að tilgangur menningarstarfs sé að auka lífsgæði bæjarbúa, styrkja bæjarbrag og laða að nýja íbúa, en einnig innlenda sem erlenda gesti.

Í henni er lögð áhersla á nýta enn betur tækifærin sem felast í nálægð ólíkra menningarhúsa í Kópavogi, aukinn sýnileika, listir í almenningsrýmum,  og markvissari menningarfræðslu. Markmiðin eru ekki bara vel skilgreind heldur einnig leiðirnar að þeim.

Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs það vera vel við hæfi að samþykkja nýja menningarstefnu í 60 ára afmælisviku Kópavogsbæjar. „Með því erum við að hnykkja á því, á þessum tímamótum, að við viljum að í Kópavogi sé áfram frjór jarðvegur sem stuðli að listsköpun sem hægt verði að miðla áfram með sýningum, viðburðum, tækninýjungum og fræðslu, allan ársins hring.“

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri segir það hafa verið mikla framsýni að reisa tónlistarhús, listasafn, bókasafn og náttúrufræðistofu á einu og sama svæðinu í Kópavogi. „Nálægð þessara húsa býr til óteljandi tækifæri sem við eigum að nýta okkur enn betur eins og fram kemur í menningarstefnunni. Verði markmiðum hennar náð munu menningarhúsin verða enn sterkari kjarni á miðju höfuðborgarsvæðisins þar sem hægt verður að njóta ólíkra listgreinar og fræða á einum og sama staðnum.“

Menningarhátíð í Kópavogi verður haldinn með fjölbreyttri dagskrá í menningarhúsum bæjarins nú á laugardaginn 16. maí. Á sama verða kynntar skemmtilegar breytingar á svæðinu umhverfis húsin. Myndlistafélag Kópavogs tekur einnig þátt í menningardeginum með samsýningum og opnum vinnustofum úti um allan bæ. Ókeypis er inn á alla viðburði. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að