Ný markmið, nýjar leiðir og nýtt hlutverk fyrir Nýbýlaveg og Auðbrekku

Auðbrekkusvæðið í Kópavogi fær nýja ásýnd og nýtt hlutverk þegar skipulag svæðisins verður tekið til endurskoðunar, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Svæðið, sem afmarkast af Nýbýlavegi og Hamraborg, er skilgreint sem þróunarsvæði í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

Haustið 2014 var efnt til hugmyndasamkeppni á vegum Kópavogsbæjar og Lundar fasteignafélags ehf. um framtíðarmöguleika Auðbrekkusvæðisins. Markmiðið var að fá tillögur fagmanna að því hvernig hverfið, sem er afar miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, getur breytt um ásýnd og fengið nýtt hlutverk.

ASK arkitektar voru hlutskarpastir í hugmyndasamkeppninni en í hugmyndum ASK eru gerðar tillögur að mögulegu skipulagi svæðisins með blandaða byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Hugmyndir ASK náðu þannig best þeim markmiðum sem lagt var upp með að mati rýnihóps, sem skipaður var starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar bæjarins og fasteignafélagsins Lundar ehf. Lundur fasteignafélag ehf. er stærsti fasteignaeigandi á svæðinu og því varð hugmyndasamkeppnin til í samstarfi félagsins og Kópavogsbæjar. „Í nýjum hugmyndum um svæðið er meðal annars fyrrum athafnasvæði Toyota tekið til gagngerrar endurskoðunar. Hér mun verða til spennandi hverfi þar sem fléttast saman íbúabyggð og atvinnusvæði. Breytingin er þegar hafin eins og sést á Nýbýlavegi þar sem sprottið hafa upp verslanir og veitingastaðir en í væntanlegu deiliskipulagi munum við taka skrefið enn lengra. Í Auðbrekkunni munu til dæmis verða til íbúðir í fyrrum atvinnuhúsnæði, þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja, líkt og þekkist í mörgum borgum erlendis,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Næsta skref í framtíðarmótun svæðisins við Nýbýlaveg og Auðbrekku er að kynna niðurstöður hugmyndasamkeppninnar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum á svæðinu. Efnt verður til fundar með þeim í janúar þar sem farið verður yfir hugmyndir ASK arkitekta og drög að skipulagslýsingu fyrir svæðið kynnt. Að loknum þeim fundi getur vinna við nýtt deiliskipulag svæðisins hafist.

Samkeppnin og þær tillögur sem þar komu fram verða öflugur hugmyndabanki fyrir áframhaldandi vinnu við skipulag svæðisins sem unnið verður í góðu samstarfi við alla hagsmunaðila og íbúa.

Auk ASK arkitekta voru valdar til þátttöku í hugmyndasamkeppninni arkitektastofunar H3, KRark, Apparat, T.ark og Yrki. Allar stofurnar skiluðu vel útfærðum en afar ólíkum hugmyndum um framtíð svæðisins.

Yfirlitsmynd af hverfinu.
Yfirlitsmynd af hverfinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bæjarskrifstofur á Hálsatorgi
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Kópavogur
IMG_2428
armannmargret
Bókasafn Kópavogs
skjal
ac2ff559-496c-4b40-b0db-0e516a8e1c4b
SVEITASTORNARKOSNINGAR