Nýir eigendur að Kópavogsblaðinu.

logo

Vefmiðillinn Kópavogsfréttir, kfrettir.is, hefur nú tekið við útgáfu Kópavogsblaðsins, sem dreift er frítt í öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi.

„Kópavogsblaðið hefur komið út í tæp tíu ár og unnið sig í sessi sem einn helsti fréttamiðill Kópavogs. Markmið blaðsins og Kópavogsfrétta fara ákaflega vel saman, sem er að efla samheldni og samstöðu bæjarbúa. Ég er ákaflega bjartsýnn með nýja menn í brúnni og óska þeim velfarnaðar, segir Kristján Jóhannsson, útgefandi Borgarblaða ehf sem hefur haft veg og vanda af útgáfu Kópavogsblaðsins hingað til.

Þeir Auðun Georg Ólafsson og Magnús Karl Daníelsson fara fyrir Kópavogsfréttum en taka nú við útgáfu Kópavogsblaðsins.

„Það er sannur heiður að fá að taka við svona rótgrónu bæjarblaði og bæta því við sem verður áfram í boði á kfrettir.is,“ segir Auðun Georg Ólafsson, ritstjóri. „Ritstjórnarstefna okkar helst óbreytt sem er að miðla skemmtilegu mannlífi í Kópavogi; atvinnulífi, framkvæmdum, eflingu byggðar og öllu því sem gerir Kópavog sérstakan og jákvæðan bæ að búa í, starfa og heimsækja.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn