Nýir eigendur að Kópavogsblaðinu.

logo

Vefmiðillinn Kópavogsfréttir, kfrettir.is, hefur nú tekið við útgáfu Kópavogsblaðsins, sem dreift er frítt í öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi.

„Kópavogsblaðið hefur komið út í tæp tíu ár og unnið sig í sessi sem einn helsti fréttamiðill Kópavogs. Markmið blaðsins og Kópavogsfrétta fara ákaflega vel saman, sem er að efla samheldni og samstöðu bæjarbúa. Ég er ákaflega bjartsýnn með nýja menn í brúnni og óska þeim velfarnaðar, segir Kristján Jóhannsson, útgefandi Borgarblaða ehf sem hefur haft veg og vanda af útgáfu Kópavogsblaðsins hingað til.

Þeir Auðun Georg Ólafsson og Magnús Karl Daníelsson fara fyrir Kópavogsfréttum en taka nú við útgáfu Kópavogsblaðsins.

„Það er sannur heiður að fá að taka við svona rótgrónu bæjarblaði og bæta því við sem verður áfram í boði á kfrettir.is,“ segir Auðun Georg Ólafsson, ritstjóri. „Ritstjórnarstefna okkar helst óbreytt sem er að miðla skemmtilegu mannlífi í Kópavogi; atvinnulífi, framkvæmdum, eflingu byggðar og öllu því sem gerir Kópavog sérstakan og jákvæðan bæ að búa í, starfa og heimsækja.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,