Nýir eigendur að Kópavogsblaðinu.

logo

Vefmiðillinn Kópavogsfréttir, kfrettir.is, hefur nú tekið við útgáfu Kópavogsblaðsins, sem dreift er frítt í öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi.

„Kópavogsblaðið hefur komið út í tæp tíu ár og unnið sig í sessi sem einn helsti fréttamiðill Kópavogs. Markmið blaðsins og Kópavogsfrétta fara ákaflega vel saman, sem er að efla samheldni og samstöðu bæjarbúa. Ég er ákaflega bjartsýnn með nýja menn í brúnni og óska þeim velfarnaðar, segir Kristján Jóhannsson, útgefandi Borgarblaða ehf sem hefur haft veg og vanda af útgáfu Kópavogsblaðsins hingað til.

Þeir Auðun Georg Ólafsson og Magnús Karl Daníelsson fara fyrir Kópavogsfréttum en taka nú við útgáfu Kópavogsblaðsins.

„Það er sannur heiður að fá að taka við svona rótgrónu bæjarblaði og bæta því við sem verður áfram í boði á kfrettir.is,“ segir Auðun Georg Ólafsson, ritstjóri. „Ritstjórnarstefna okkar helst óbreytt sem er að miðla skemmtilegu mannlífi í Kópavogi; atvinnulífi, framkvæmdum, eflingu byggðar og öllu því sem gerir Kópavog sérstakan og jákvæðan bæ að búa í, starfa og heimsækja.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór