Nýir eigendur að Kópavogsblaðinu.

logo

Vefmiðillinn Kópavogsfréttir, kfrettir.is, hefur nú tekið við útgáfu Kópavogsblaðsins, sem dreift er frítt í öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í Kópavogi.

„Kópavogsblaðið hefur komið út í tæp tíu ár og unnið sig í sessi sem einn helsti fréttamiðill Kópavogs. Markmið blaðsins og Kópavogsfrétta fara ákaflega vel saman, sem er að efla samheldni og samstöðu bæjarbúa. Ég er ákaflega bjartsýnn með nýja menn í brúnni og óska þeim velfarnaðar, segir Kristján Jóhannsson, útgefandi Borgarblaða ehf sem hefur haft veg og vanda af útgáfu Kópavogsblaðsins hingað til.

Þeir Auðun Georg Ólafsson og Magnús Karl Daníelsson fara fyrir Kópavogsfréttum en taka nú við útgáfu Kópavogsblaðsins.

„Það er sannur heiður að fá að taka við svona rótgrónu bæjarblaði og bæta því við sem verður áfram í boði á kfrettir.is,“ segir Auðun Georg Ólafsson, ritstjóri. „Ritstjórnarstefna okkar helst óbreytt sem er að miðla skemmtilegu mannlífi í Kópavogi; atvinnulífi, framkvæmdum, eflingu byggðar og öllu því sem gerir Kópavog sérstakan og jákvæðan bæ að búa í, starfa og heimsækja.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar