Nýja línan rædd í Kópavogi

Áhugasamir íbúar komu margvíslegum ábendingum á framfæri á íbúafundi í Smáraskóla í síðustu viku sem var fyrsti fundur af þeim fimm sem haldnir verða í tengslum við væntanlega samgöngustefnu

Á fundinum var unnið á þremur starfsstöðvum sem fjölluðu um umferðaröryggi, almenningssamgöngur og hjóla og göngustíga. Margar góðar ábendingar komu fram, svo sem að strætó hætti að ganga Dalsmára, gatan verði mjókkuð til að draga úr hraða. Bent var á blindhorn hjólreiða og hvar væri þörf á hljóðvörnum. Farið var yfir leiðarval samgönguhjólreiða og bárust góðar ábendingar um leiðarvalið.

Íbúafundir vegna væntanlegrar samgöngustefnu, Nýju línunnar, verða haldnir í Kópavogi í nóvember og desember. Auk þess geta íbúar komið ábendingum á framfæri á ábendingavef samgöngustefnunnar og er það í fyrsta sinn sem sú leið er farin við gerð stefnu í Kópavogi.

 Ábendingar íbúa hvort sem er af fundum eða vef verða hafðar til hliðsjónar við gerð samgöngustefnunnar. Einnig verður gerð könnun um ferðavenjur sem hægt er að nálgast á vef Kópavogsbæjar, rétt eins og ábendingavefinn.

Á íbúafundunum verður kynning á markmiðum samgöngustefnunnar en við gerð hennar verða umhverfisvænar samgöngur hafðar að leiðarljósi. Þá verður óskað eftir tillögum frá íbúum og unnið á þremur starfsstöðum, almenningssamgöngur, umferðaröryggi, gangandi og hjólandi.

„Við höf­um góða reynslu af því að vinna með íbú­um á íbúa­fund­um en það er skemmti­leg nýbreytni að bjóða íbú­um upp á fleiri leiðir til að taka þátt í stefnu­mót­un með okk­ur,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

„Við leggjum áherslu á umhverfisvænar samgöngur í nýrri samgöngustefnu og viljum stuðla að breyttum ferðavenjum. Það er því mjög mikilvægt að heyra sjónarmið íbúa um ferðavenjur, almenningssamgöngur og umferðaröryggi,” segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs en hún er í vinnuhópi um nýja samgöngustefnu.

Fundirnir hefjast klukkan 17. Í næstu viku, 13. nóvember, verður fundað í Álfhólsskóla fyrir skólahverfi Álfhóls-, Snælands- og Kópavogsskóla. 23. nóvember er fundarstaður Hörðuvallaskóli. Sá fundur er fyrir íbúa í Vatnsenda, það er skólahverfi Vatnsenda- og Hörðuvallaskóla. 27. nóvember er fundað í Lindaskóla fyrir íbúa í Linda- og Salahverfi. Síðasti fundurinn er 5. desember í safnaðarheimilinu Borgum, (safnaðarheimili Kópavogskirkju) fyrir íbúa á Kársnesi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar