Nýjar íbúðir við Austurkór og endurbætt húsnæði á Marbakkabraut

Frá vinstri: María Halldórsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladóttir, Aðalsteinn Sigfússon, Bragi Ólafsson, Helga Steinarsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir,Hanna Þorvaldsdóttir og Sverrir Óskarsson.
Frá vinstri: María Halldórsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladóttir, Aðalsteinn Sigfússon, Bragi Ólafsson, Helga Steinarsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir,Hanna Þorvaldsdóttir og Sverrir Óskarsson.

Marbakkabraut í Kópavogi, heimili fyrir fimm fatlaða einstaklinga, var tekið í notkun nýverið eftir gagngerar endurbætur. Þá eru í Austurkór fjórar nýjar íbúðir fyrir fatlað fólk tilbúnar til notkunar.

Endurbætt húsnæði á Marbakkabraut var vígt formlega í dag við hátíðlega viðhöfn. „Það er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til við endurbæturnar, Kópavogsbær hefur lagt sig fram um að sinna vel málefnum fatlaðra frá yfirtöku málaflokksins frá ríkinu,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við tækifærið. 

Marbakkabraut kom til bæjarins við yfirtöku málefna fatlaðra frá ríkinu árið 2011. Við endurbætur var skipt um raf- og pípulagnir, gólfefni og hurðar auk þess sem eldhúsinnrétting og fataskápar voru endurnýjaðir.  Þá var aðstaða fyrir forstöðumann og starfsmenn færð til. 

Íbúar Marbakkabrautar fluttu tímabundið í Austurkór 3A á meðan á breytingum stóð. Þar eru nú tilbúnar til notkunar fjórar nýjar félagslegar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk sem teknar verða í notkun í næstu viku. 

Kópavogsbær tók við málefnum fatlaðs fólks af ríkinu í ársbyrjun 2011. Þá lá fyrir biðlisti 40 einstaklinga eftir húsnæði með sértækri þjónustu. Bæjarfélagið hóf strax vinnu við að tryggja nauðsynlegar úrbætur.  Þrír nýir þjónustukjarnar, við Skjólbraut, Kópavogsbraut og í Austurkór, hafa verið teknir í notkun frá yfirfærslu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér