Nýjar íbúðir við Austurkór og endurbætt húsnæði á Marbakkabraut

Frá vinstri: María Halldórsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladóttir, Aðalsteinn Sigfússon, Bragi Ólafsson, Helga Steinarsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir,Hanna Þorvaldsdóttir og Sverrir Óskarsson.
Frá vinstri: María Halldórsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladóttir, Aðalsteinn Sigfússon, Bragi Ólafsson, Helga Steinarsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir,Hanna Þorvaldsdóttir og Sverrir Óskarsson.
Frá vinstri: María Halldórsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladóttir, Aðalsteinn Sigfússon, Bragi Ólafsson, Helga Steinarsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir,Hanna Þorvaldsdóttir og Sverrir Óskarsson.

Marbakkabraut í Kópavogi, heimili fyrir fimm fatlaða einstaklinga, var tekið í notkun nýverið eftir gagngerar endurbætur. Þá eru í Austurkór fjórar nýjar íbúðir fyrir fatlað fólk tilbúnar til notkunar.

Endurbætt húsnæði á Marbakkabraut var vígt formlega í dag við hátíðlega viðhöfn. „Það er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til við endurbæturnar, Kópavogsbær hefur lagt sig fram um að sinna vel málefnum fatlaðra frá yfirtöku málaflokksins frá ríkinu,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við tækifærið. 

Marbakkabraut kom til bæjarins við yfirtöku málefna fatlaðra frá ríkinu árið 2011. Við endurbætur var skipt um raf- og pípulagnir, gólfefni og hurðar auk þess sem eldhúsinnrétting og fataskápar voru endurnýjaðir.  Þá var aðstaða fyrir forstöðumann og starfsmenn færð til. 

Íbúar Marbakkabrautar fluttu tímabundið í Austurkór 3A á meðan á breytingum stóð. Þar eru nú tilbúnar til notkunar fjórar nýjar félagslegar leiguíbúðir fyrir fatlað fólk sem teknar verða í notkun í næstu viku. 

Kópavogsbær tók við málefnum fatlaðs fólks af ríkinu í ársbyrjun 2011. Þá lá fyrir biðlisti 40 einstaklinga eftir húsnæði með sértækri þjónustu. Bæjarfélagið hóf strax vinnu við að tryggja nauðsynlegar úrbætur.  Þrír nýir þjónustukjarnar, við Skjólbraut, Kópavogsbraut og í Austurkór, hafa verið teknir í notkun frá yfirfærslu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar