Nýr aðstoðarskólastjóri Álfhólsskóla.


einar-birgir
Einar Birgir Steinþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Álfhólsskóla. Einar tekur við þeirri stöðu þann 1. ágúst. Einar hefur 29 ára reynslu af skólastarfi, þar af 15 ár sem skólameistari og fjögur ár sem aðstoðarskólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði.

Hann hefur auk kennsluréttinda Cand.mag. í uppeldis og félagsfræði og á undanförnum 19 árum sótt styttri og lengri námskeið á sviði stjórnunnar, starfsmannahalds og fjármála.