Nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi

Sema Erla Serdar er nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún var kjörin formaður á aðalfundi félagsins í kvöld.

Sema Erla er 28 ára gömul og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þá hefur hún setið í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar síðustu tvö ár og verið varaformaður framkvæmdastjórnarinnar síðasta árið. Sema Erla hefur einnig setið í stjórn Kvennahreyfingarinnar síðustu tvö ár og er formaður landsfundanefndar Samfylkingarinnar.

Sema Erla hefur sinnt miklu félagsstarfi síðustu árin og var m.a. alþjóðafulltrúi Ungra jafnaðarmanna árin 2008 – 2010 og stofnaði þverpólitíska hreyfingu Ungra Evrópusinna árið 2009 og var fyrsti formaður hreyfingarinnar.

Sema Erla er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Edinborgarháskóla og starfar sem ritstjóri EVRÓPAN – fréttamiðils um Evrópumál.

Ný stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi er skipuð eftirfarandi, í stafrófsröð:

Anna Kristinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Guðrún Helga Jónsdóttir, varamaður.
Jónas Már Torfason
Marteinn Sverrisson, varamaður.
Sema Erla Serdar
Svava Skúladóttir

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karsnesskoli
Hjördís Rósa og Anna Soffía
reynir
Theodora
Guðmundur Geirdal
ormadagar32014-1
VG
Orri-1
Kópavogsbær. Fannborg.