Nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi

Sema Erla Serdar.

Sema Erla Serdar er nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún var kjörin formaður á aðalfundi félagsins í kvöld.

Sema Erla er 28 ára gömul og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þá hefur hún setið í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar síðustu tvö ár og verið varaformaður framkvæmdastjórnarinnar síðasta árið. Sema Erla hefur einnig setið í stjórn Kvennahreyfingarinnar síðustu tvö ár og er formaður landsfundanefndar Samfylkingarinnar.

Sema Erla hefur sinnt miklu félagsstarfi síðustu árin og var m.a. alþjóðafulltrúi Ungra jafnaðarmanna árin 2008 – 2010 og stofnaði þverpólitíska hreyfingu Ungra Evrópusinna árið 2009 og var fyrsti formaður hreyfingarinnar.

Sema Erla er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Edinborgarháskóla og starfar sem ritstjóri EVRÓPAN – fréttamiðils um Evrópumál.

Ný stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi er skipuð eftirfarandi, í stafrófsröð:

Anna Kristinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Guðrún Helga Jónsdóttir, varamaður.
Jónas Már Torfason
Marteinn Sverrisson, varamaður.
Sema Erla Serdar
Svava Skúladóttir

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem