Sema Erla Serdar er nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún var kjörin formaður á aðalfundi félagsins í kvöld.
Sema Erla er 28 ára gömul og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þá hefur hún setið í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar síðustu tvö ár og verið varaformaður framkvæmdastjórnarinnar síðasta árið. Sema Erla hefur einnig setið í stjórn Kvennahreyfingarinnar síðustu tvö ár og er formaður landsfundanefndar Samfylkingarinnar.
Sema Erla hefur sinnt miklu félagsstarfi síðustu árin og var m.a. alþjóðafulltrúi Ungra jafnaðarmanna árin 2008 – 2010 og stofnaði þverpólitíska hreyfingu Ungra Evrópusinna árið 2009 og var fyrsti formaður hreyfingarinnar.
Sema Erla er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Edinborgarháskóla og starfar sem ritstjóri EVRÓPAN – fréttamiðils um Evrópumál.
Ný stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi er skipuð eftirfarandi, í stafrófsröð:
Anna Kristinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Guðrún Helga Jónsdóttir, varamaður.
Jónas Már Torfason
Marteinn Sverrisson, varamaður.
Sema Erla Serdar
Svava Skúladóttir