Nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi

Sema Erla Serdar er nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún var kjörin formaður á aðalfundi félagsins í kvöld.

Sema Erla er 28 ára gömul og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þá hefur hún setið í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar síðustu tvö ár og verið varaformaður framkvæmdastjórnarinnar síðasta árið. Sema Erla hefur einnig setið í stjórn Kvennahreyfingarinnar síðustu tvö ár og er formaður landsfundanefndar Samfylkingarinnar.

Sema Erla hefur sinnt miklu félagsstarfi síðustu árin og var m.a. alþjóðafulltrúi Ungra jafnaðarmanna árin 2008 – 2010 og stofnaði þverpólitíska hreyfingu Ungra Evrópusinna árið 2009 og var fyrsti formaður hreyfingarinnar.

Sema Erla er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Edinborgarháskóla og starfar sem ritstjóri EVRÓPAN – fréttamiðils um Evrópumál.

Ný stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi er skipuð eftirfarandi, í stafrófsröð:

Anna Kristinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Guðrún Helga Jónsdóttir, varamaður.
Jónas Már Torfason
Marteinn Sverrisson, varamaður.
Sema Erla Serdar
Svava Skúladóttir

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér