Nýr forstöðumaður Gerðarsafns

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir hefur verið ráðinn forstöðumaður Gerðarsafns. Hún var formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna frá 2014-2018. Jóna Hlíf er auk þess viðurkenndu listamaður með staðgóða þekkingu á myndlist, sýningarstjórnun og listkennslu. Verk hennar eru í eigu helstu listasafna á Íslandi og hún hefur fimm sinnum hlotið starfslaun listamanna. Jóna  Hlíf hefur unnið sem sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og rak m.a. Verksmiðjuna á Hjalteyri sem hlaut Eyrarrósina 2016 fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Jóna Hlíf útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA í listkennslu frá Listaháskólanum 2012.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði