• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Nýr framhaldsskóli í Kópavogi

Nýr framhaldsskóli í Kópavogi
ritstjorn
13/05/2014
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.

Bæjarfélagið okkar hefur vaxið og dafnað á undangengnum árum og þjónustustigið aukist til samræmis við það. Þannig hefur íbúum fjölgað um rúm 10.000 frá árinu 2000, úr 22.074 í 32.303. Á sama tíma hefur leikskólum fjölgað um sjö og grunnskólum um þrjá, auk viðbygginga við þá eldri. Í Kópavogi var stofnaður framhaldsskóli fyrir 40 árum, Menntaskólinn í Kópavogi til að þjónusta ungmennin í bæjarfélaginu. Það er því löngu orðið tímabært að annar framhaldsskóli rísi í bæjarfélaginu og má undrun sæta að MK hafi getað sinnt þessu hlutverki miðað við þá miklu fjölgun sem orðið hefur í bænum. Vissulega hefur verið byggt við skólann en síðasta viðbygging var tekin í notkun árið 2003. Lóð skólans er fullbyggð og nemendur um 1400. Því er ljóst að það er þröngt setinn bekkurinn í MK og aðeins tímaspursmál hvenær byggja þarf annan framhaldsskóla í Kópavogi.

Þá má segja að þróun byggðar í Kópavogi sé með þeim hætti að nauðsynlegt sé að nýr framhaldsskóli rísi í efri byggðum bæjarins til að þjónusta unga fólkið sem þar býr. Áherslur í nýjum framhaldsskóla, auk almenns náms, ættu að vera á sviði upplýsingatækni, margmiðlunar, skapandi lista, íþrótta og lýðheilsu. Við skulum hafa það í huga að stór hluti nemenda sem eru í grunnskólum í dag munu fara í störf sem ekki eru til í dag og ekki skilgreind.

Af þeim rúmlega fjögur þúsund nemendum sem ljúka grunnskóla ár hvert á landsvísu fara um 96% áfram í nám á framhaldsskólastigi. Í nýjum lögum um framhaldsskóla eru þær breytingar að fræðsluskylda er orðin til 18 ára aldurs. Það þýðir að þeir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að að hefja nám í framhaldsskóla og stunda þar nám til 18 ára aldurs. Fræðsluskylda er ekki skólaskylda heldur undirstrikar rétt nemans á skólavistar til 18 ára aldurs. Það er því almennt viðhorf að nemendur haldi áfram námi að loknum grunnskóla.

Samband íslenskra sveitarfélaga vill í stefnumótun sinni gera tilraun með yfirfærslu á rekstri framhaldsskóla til sveitarfélaga. Nágrannasveitarfélög Kópavogs hafa óskað eftir viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um rekstur framhaldsskóla. Vissulega má líta á rekstur framhaldsskóla sem nærþjónustuverkefni. Það gæti skapað meiri samfellu í námi nemenda að hafa skólastigin þrjú á sama stjórnsýslustigi, aukið sveigjanleika og samþættingu á verkefnum og svo mætti lengi telja. Hins vegar verður á það að líta að fjárhagsstaða framhaldsskólanna er almennt slæm og sveitarfélögin eru mörg hver ekki í stakk búin til að taka yfir þessa þjónustu. Einnig er hætta á að fjölbreytnin yrði minni og valkostir færri þar sem erfitt yrði að reka „dýru verknámsbrautirnar“. Það er því skoðun mín að þær miklu breytingar sem nú eru að eiga sér stað innan framhaldsskólanna og m.a. endurspeglast í nýgerðum kjarasamningum við framhaldsskólakennara eigi að gangi yfir áður en farið verður í að skoða tilfærsluna af alvöru og að hinn mikli rekstrarvandi framhaldsskólanna verði leystur áður en til hennar kemur. Hér þarf að vanda til verka og forgangsraða í þágu menntunar.

-Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins

Efnisorð
Aðsent
13/05/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.