Nýr framhaldsskóli í Kópavogi

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Bæjarfélagið okkar hefur vaxið og dafnað á undangengnum árum og þjónustustigið aukist til samræmis við það. Þannig hefur íbúum fjölgað um rúm 10.000 frá árinu 2000, úr 22.074 í 32.303. Á sama tíma hefur leikskólum fjölgað um sjö og grunnskólum um þrjá, auk viðbygginga við þá eldri. Í Kópavogi var stofnaður framhaldsskóli fyrir 40 árum, Menntaskólinn í Kópavogi til að þjónusta ungmennin í bæjarfélaginu. Það er því löngu orðið tímabært að annar framhaldsskóli rísi í bæjarfélaginu og má undrun sæta að MK hafi getað sinnt þessu hlutverki miðað við þá miklu fjölgun sem orðið hefur í bænum. Vissulega hefur verið byggt við skólann en síðasta viðbygging var tekin í notkun árið 2003. Lóð skólans er fullbyggð og nemendur um 1400. Því er ljóst að það er þröngt setinn bekkurinn í MK og aðeins tímaspursmál hvenær byggja þarf annan framhaldsskóla í Kópavogi.

Þá má segja að þróun byggðar í Kópavogi sé með þeim hætti að nauðsynlegt sé að nýr framhaldsskóli rísi í efri byggðum bæjarins til að þjónusta unga fólkið sem þar býr. Áherslur í nýjum framhaldsskóla, auk almenns náms, ættu að vera á sviði upplýsingatækni, margmiðlunar, skapandi lista, íþrótta og lýðheilsu. Við skulum hafa það í huga að stór hluti nemenda sem eru í grunnskólum í dag munu fara í störf sem ekki eru til í dag og ekki skilgreind.

Af þeim rúmlega fjögur þúsund nemendum sem ljúka grunnskóla ár hvert á landsvísu fara um 96% áfram í nám á framhaldsskólastigi.  Í nýjum lögum um framhaldsskóla eru þær breytingar að fræðsluskylda er orðin til 18 ára aldurs. Það þýðir að þeir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að að hefja nám í framhaldsskóla og stunda þar nám til 18 ára aldurs. Fræðsluskylda er ekki skólaskylda heldur undirstrikar rétt nemans á skólavistar til 18 ára aldurs. Það er því almennt viðhorf að nemendur haldi áfram námi að loknum grunnskóla.

Samband íslenskra sveitarfélaga vill í stefnumótun sinni gera tilraun með yfirfærslu á rekstri framhaldsskóla til sveitarfélaga. Nágrannasveitarfélög Kópavogs hafa óskað eftir viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um rekstur framhaldsskóla. Vissulega má líta á rekstur framhaldsskóla sem nærþjónustuverkefni. Það gæti skapað meiri samfellu í námi nemenda að hafa skólastigin þrjú á sama stjórnsýslustigi, aukið sveigjanleika og samþættingu á verkefnum og svo mætti lengi telja. Hins vegar verður á það að líta að fjárhagsstaða framhaldsskólanna er almennt slæm og sveitarfélögin eru mörg hver ekki í stakk búin til að taka yfir þessa þjónustu. Einnig er hætta á að fjölbreytnin yrði minni og valkostir færri þar sem erfitt yrði að reka „dýru verknámsbrautirnar“. Það er því skoðun mín að þær miklu breytingar sem nú eru að eiga sér stað innan framhaldsskólanna og m.a. endurspeglast í nýgerðum kjarasamningum við framhaldsskólakennara eigi að gangi yfir áður en farið verður í að skoða tilfærsluna af alvöru og að hinn mikli rekstrarvandi framhaldsskólanna verði leystur áður en til hennar kemur.   Hér þarf að vanda til verka og forgangsraða í þágu menntunar.

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,