Nýr leikskóli vígður við Austurkór

KopLeiks012014
Aðalsteinn Jónsson, formaður leikskólanefndar, Manuela Þrá, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hlynur Breki og Ómar Stefánsson, varaformaður bæjarráðs, klippa vígsluborðann.

Leikskólinn Austurkór í Kópavogi var vígður um helgina. Leikskólinn er um 870 fermetrar að stærð og ráðgert er að þar verði sex deildir og 120 leikskólabörn. Leikskólinn er í Austurkór 1 og tekur á móti leikskólabörnum í nærliggjandi hverfum. Guðný Anna Þóreyjardóttir er leikskólastjóri. Fyrstu börnin byrja í leikskólanum um miðjan febrúar, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Guðný Anna Þóreyjardóttir. leikskólastjóri.
Guðný Anna Þóreyjardóttir. leikskólastjóri.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, færði skólanum spjaldtölvu að gjöf, fyrir hönd bæjarstjórnar, en í stefnu bæjarins í upplýsingatækni leikskóla er lögð áhersla á gott aðgengi leikskólabarna að nútímatækni. Aðalsteinn Jónsson, formaður leikskólanefndar, færði skólanum heimskort að gjöf, fyrir hönd leikskólanefndar og menntasviðs.

Fyrsta skóflustungan að skólanum var tekin í desember 2012 og sá verktakafyrirtækið Eykt um hönnun og byggingu leikskólans. Kostnaður nam um 307 milljónum króna.

Austurkór er annar leikskólinn frá því bankakerfið hrundi árið 2008 sem byggður er á landinu. Hinn fyrri var byggður nýverið í Garðabæ. Í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir þetta ár er gert ráð fyrir fjármagni til að hanna nýjan leikskóla í Gulaþingi.

Með Austurkór er 21 leikskóli í Kópavogi en auk þess eru í bænum tveir einkareknir leikskólar. Yfir 2.000 börn eru í leikskólum í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,