Nýr leikskóli vígður við Austurkór

KopLeiks012014
Aðalsteinn Jónsson, formaður leikskólanefndar, Manuela Þrá, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Hlynur Breki og Ómar Stefánsson, varaformaður bæjarráðs, klippa vígsluborðann.

Leikskólinn Austurkór í Kópavogi var vígður um helgina. Leikskólinn er um 870 fermetrar að stærð og ráðgert er að þar verði sex deildir og 120 leikskólabörn. Leikskólinn er í Austurkór 1 og tekur á móti leikskólabörnum í nærliggjandi hverfum. Guðný Anna Þóreyjardóttir er leikskólastjóri. Fyrstu börnin byrja í leikskólanum um miðjan febrúar, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Guðný Anna Þóreyjardóttir. leikskólastjóri.
Guðný Anna Þóreyjardóttir. leikskólastjóri.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, færði skólanum spjaldtölvu að gjöf, fyrir hönd bæjarstjórnar, en í stefnu bæjarins í upplýsingatækni leikskóla er lögð áhersla á gott aðgengi leikskólabarna að nútímatækni. Aðalsteinn Jónsson, formaður leikskólanefndar, færði skólanum heimskort að gjöf, fyrir hönd leikskólanefndar og menntasviðs.

Fyrsta skóflustungan að skólanum var tekin í desember 2012 og sá verktakafyrirtækið Eykt um hönnun og byggingu leikskólans. Kostnaður nam um 307 milljónum króna.

Austurkór er annar leikskólinn frá því bankakerfið hrundi árið 2008 sem byggður er á landinu. Hinn fyrri var byggður nýverið í Garðabæ. Í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir þetta ár er gert ráð fyrir fjármagni til að hanna nýjan leikskóla í Gulaþingi.

Með Austurkór er 21 leikskóli í Kópavogi en auk þess eru í bænum tveir einkareknir leikskólar. Yfir 2.000 börn eru í leikskólum í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar