Nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks

Sverrir Óskarsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal og  Jón Finnbogason.

Nýr meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks var kynntur á Marbakka. Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokki, verður áfram bæjarstjóri; formaður bæjarráðs verður Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð, og forseti bæjarstjórnar verður Margrét Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki.

Sverrir Óskarsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal og  Jón Finnbogason.
Sverrir Óskarsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal og  Jón Finnbogason.

Í samstarfi nýs meirihluta verður mikil áhersla á skólamál í bænum með nýtingu upplýsingatækni í skólum að leiðarljósi. Stefnt er að því að skólar í Kópavogi verði í fremstu röð skóla á landinu.

Leitast verður við að auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opið þannig að íbúar munu eiga hægt um vik að fylgjast með því hvernig peningum bæjarins er varið. Þá verða hverfaráðin efld.

Lýðheilsa mun skipa mikilvægan sess hjá nýrri bæjarstjórn, frítt verður í sund fyrir eldri borgara og tíu ára og yngri.

„Það eru spennandi tímar framundan í Kópavogi, hér er nýr kafli að hefjast í sögu bæjarins með nýju fólki. Ég er mjög ánægð með það að stefna okkar hafi fengið hljómgrunn og sérlega ánægð með jafnari kynjahlutföll en í tíð fyrri bæjarstjórnar,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og nýr formaður bæjarráðs.

„Ég er stoltur af því að hafa myndað meirihluta með Bjartri framtíð, þann fyrsta sem að flokkurinn á aðild að á sveitarstjórnarstiginu. Það fylgja ferskir vindar þessum nýja meirihluta, fyrstu dagarnir lofa góðu og ég er afar bjartsýnn á framhaldið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem gegna mun starfi bæjarstjóra líkt og undanfarin tvö ár.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson og Margrét Friðriksdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Meðal annarra áherslumála nýs meirihluta má nefna:

  • Spjaldtölvur verða innleiddar í samvinnu við skólana og starfsfólk þeirra og munu nemendur á mið- og efsta stigi grunnskólanna fá spjaldtölvu til afnota
  • Skemmtilegri skóla- og leikskólalóðir
  • Aukið framboð á félagslegu húsnæði
  • Núverandi íbúum í félagslega íbúðakerfinu verði auðveldað að eignast íbúðirnar
  • Nýtt íþróttahús í Vatnsenda
  • Skólahljómsveit Kópavogs fái varanlegt húsnæði
  • Skipulag stuðli að uppbyggingu minni íbúða og stúdentaíbúða
  • Skoðaðar verði almenningssamgöngur í Kópavogi samhliða nýjum Arnarnesvegi og þéttingu byggðar
  • Alþjóðasamstarf bæjarins verði endurskoðað með aukna áherslu á að skólar og stofnanir taki þátt í alþjóðlegum verkefnum
  • Minnka álögur á fjölskyldur
  • Ábyrg fjármálastjórnun verði viðhöfð og áhersla lögð á niðurgreiðslu skulda

Málefnasamningur meirihlutans verður lagður fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar.

Þess má geta að nýr meirihluti var kynntur til sögunnar við Marbakka en þar bjuggu hjónin Finnbogi Rútur Valdemarsson og Hulda Dóra Jakobsdóttir sem bæði gegndu hlutverki bæjarstjóra í Kópavogi. Finnbogi Rútur var fyrsti bæjarstjóri Kópavogs 1955 en Hulda Dóra tók við starfinu 1957 þegar hann varð bankastjóri Útvegsbankans og var hún fyrst kvenna bæjarstjóri á Íslandi. Þau hjónin voru fyrstu heiðursborgarar í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar