Nýr meirihluti í bæjarstjórn

Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður bæjarráðs og Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður bæjarstjóri Kópavogs.

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður bæjarráðs.

Meirihlutinn var kynntur í Gerðarsafni fimmtudaginn 26.maí og skrifað undir málefnasamning samstarfsins.

Flokkarnir munu skipta með sér embætti forseta bæjarstjórnar á tímabilinu. 

Flokkarnir, sem mynduðu einnig meirihluta á síðasta kjörtímabili, eru með sex af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Kópavogs.

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verður þriðjudaginn 14.júní. Við það tækifæri er kosið í ráð og nefndir bæjarfélagsins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem