Nýr menntaskóli, nýtt íþróttahús

Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Fyrir bæjarráði liggur fyrir beiðni frá skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi. Þar benda þau réttilega á að mikil aðsókn er á íþróttaafreksbraut skólans. Óskin er að skoða möguleika á íþróttahúsi fyrir nemendur. Það er ánægjulegt að sjá hversu mikill áhugi ungmenna er á námsbrautinni. Samþykkt var á fundi að kalla eftir umsögn umhverfissvið á staðsetningu íþróttahúss, en einnig var samþykkt að fela menntasviði að koma með umsögn á þörf á öðrum menntaskóla í Kópavogi. Kópavogsbúum fjölgar jafnt og þétt og má áætla að ekki mörg ár líði þar til að við teljum 50 þúsund. Framundan eru þéttingarverkefni  innan Kópavogs til dæmis í kringum Hamraborg, seinni hluti Glaðheima, í efri Hvörfum og Vatnsendahlíð.

Áhugi á afreksbrautinni kemur ekki á óvart. Sífellt fleiri stefna á tækifæri til þess að komast jafnvel í atvinnumennsku í sinni íþrótt. Kópavogsbær hefur ávallt stutt vel við bakið á íþróttafélögum í bænum og leggur mikið upp úr mikilvægu forvarnarstarfi sem félögin veita með sinni starfsemi. Afreksstefna þeirra skiptir einnig máli fyrir þá sem sjá möguleika í sinni framtíð að stunda íþróttir að atvinnu. Íþróttahúsin okkar eru fullsetinn og má því með réttu segja að þörfin á fleiri fermetrum til íþróttaiðkunar sé til staðar.

Einn menntaskóli í Kópavogi mun ekki anna náttúrulegri fjölgun í bænum, og þurfum við að taka til greina að ungmenni í Kópavogi þurfi ekki að ferðast langar leiðir til að sækja nám. Framhaldsskólanám var stytt í þrjú ár árið 2015 og minnkaði það álag á húsnæðiskost skólanna, en í ljósi fjölgunar mun þörfin fyrir fleiri skóla vera til staðar. Nauðsynlegt er að ná samtali við Menntamálaráðuneytið um að meta þessa þörf og þá líklega í efri byggðum Kópavogs sem myndi einnig þjóna hluta Reykjavíkur á því svæði. Því þrátt fyrir þéttingarstefnu sveitafélaganna er ljóst að byggðin mun teygja sig áfram í austurátt á næstu árum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn