Nýr menntaskóli, nýtt íþróttahús

Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Fyrir bæjarráði liggur fyrir beiðni frá skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi. Þar benda þau réttilega á að mikil aðsókn er á íþróttaafreksbraut skólans. Óskin er að skoða möguleika á íþróttahúsi fyrir nemendur. Það er ánægjulegt að sjá hversu mikill áhugi ungmenna er á námsbrautinni. Samþykkt var á fundi að kalla eftir umsögn umhverfissvið á staðsetningu íþróttahúss, en einnig var samþykkt að fela menntasviði að koma með umsögn á þörf á öðrum menntaskóla í Kópavogi. Kópavogsbúum fjölgar jafnt og þétt og má áætla að ekki mörg ár líði þar til að við teljum 50 þúsund. Framundan eru þéttingarverkefni  innan Kópavogs til dæmis í kringum Hamraborg, seinni hluti Glaðheima, í efri Hvörfum og Vatnsendahlíð.

Áhugi á afreksbrautinni kemur ekki á óvart. Sífellt fleiri stefna á tækifæri til þess að komast jafnvel í atvinnumennsku í sinni íþrótt. Kópavogsbær hefur ávallt stutt vel við bakið á íþróttafélögum í bænum og leggur mikið upp úr mikilvægu forvarnarstarfi sem félögin veita með sinni starfsemi. Afreksstefna þeirra skiptir einnig máli fyrir þá sem sjá möguleika í sinni framtíð að stunda íþróttir að atvinnu. Íþróttahúsin okkar eru fullsetinn og má því með réttu segja að þörfin á fleiri fermetrum til íþróttaiðkunar sé til staðar.

Einn menntaskóli í Kópavogi mun ekki anna náttúrulegri fjölgun í bænum, og þurfum við að taka til greina að ungmenni í Kópavogi þurfi ekki að ferðast langar leiðir til að sækja nám. Framhaldsskólanám var stytt í þrjú ár árið 2015 og minnkaði það álag á húsnæðiskost skólanna, en í ljósi fjölgunar mun þörfin fyrir fleiri skóla vera til staðar. Nauðsynlegt er að ná samtali við Menntamálaráðuneytið um að meta þessa þörf og þá líklega í efri byggðum Kópavogs sem myndi einnig þjóna hluta Reykjavíkur á því svæði. Því þrátt fyrir þéttingarstefnu sveitafélaganna er ljóst að byggðin mun teygja sig áfram í austurátt á næstu árum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar