Nýr samningur við Fjölsmiðjuna

Nýr þjónustusamningur var nýverið undirritaður á milli Fjölsmiðjunnar annars vegar og Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar hins vegar.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og formaður SSH, og Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og formaður SSH, og Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi og stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar.

Í samningnum er skilgreint samstarf sveitarfélaganna og Fjölsmiðjunnar um verkþjálfun ungs fólks á aldrinum 16 – 24 ára sem hætt hefur námi og/eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði. Samningur þessi kemur í stað eldri samnings, en samstarf sveitarfélaganna og Fjölsmiðjunnar hefur staðið í liðlega áratug.

Fjölsmiðjan tekur við nemendum samkvæmt tilvísun sveitarfélaganna og veitir þeim verklega fræðslu og aðstoð til að búa í haginn fyrir þá til aukins skólanáms eða þátttöku á vinnumarkaði, meðal annars með því að greina styrkleika og áhugasvið hvers og eins. Sveitarfélögin greiða laun nemanna meðan á þjálfun stendur og að auki greiða sveitarfélögin rúmar níu milljón krónur í rekstrarstyrk til Fjölsmiðjunnar á árinu 2014.

Samningur þessi er til eins árs, og á samningstímanum verður einnig unnið að því að leita leiða til að styrkja rekstur Fjölsmiðjunnar til lengri tíma, meðal annars með því að tengja starfið betur við skólakerfið og með breikkun á núverandi aðstandendahópi. Auk þess rekstrarframlags sem sveitarfélögin leggja Fjölsmiðjunni til samkvæmt þessum samningi, þá greiða þau einnig 40% af húsaleigu Fjölsmiðjunnar  á móti 60% framlagi ríkissjóðs, segir í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar