Nýr stjórnandi Samkórs Kópavogs

Friðrik S. Kristinsson, nýráðinn stjórnandi Samkórs Kópavogs.
Friðrik S. Kristinsson, nýráðinn stjórnandi Samkórs Kópavogs.

Friðrik S. Kristinsson hefur verið ráðinn til starfa sem stjórnandi Samkór Kópavogs. Friðrik er fæddur í Stykkishólmi þar sem hann hóf tónlistarnám en síðar lá leið hans í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einsöngs – og söngkennaraprófi  árið 1987. Friðrik á farsælan feril sem kórstjóri en hann hefur meðal annars stjórnað  Karlakór  Reykjavíkur í fjölda ára við góðan orðstír.

Friðrik bjó um árabil í Kópavogi og fyrir nokkru flutti hann aftur í bæinn.  Það er mikill fengur að fá Friðrik til starfa fyrir Samkórinn sem er rótgróinn kór í Kópavogi en aðeins örfá ár eru þar til kórinn fagnar fimmtíu ára afmæli sínu.

Samkór Kópavogs tekur ávallt vel á móti nýju góðu söngfólki.  Upplýsingar á heimasíðu www.samkor.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar