Nýr stjórnandi Samkórs Kópavogs

Friðrik S. Kristinsson, nýráðinn stjórnandi Samkórs Kópavogs.
Friðrik S. Kristinsson, nýráðinn stjórnandi Samkórs Kópavogs.

Friðrik S. Kristinsson hefur verið ráðinn til starfa sem stjórnandi Samkór Kópavogs. Friðrik er fæddur í Stykkishólmi þar sem hann hóf tónlistarnám en síðar lá leið hans í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einsöngs – og söngkennaraprófi  árið 1987. Friðrik á farsælan feril sem kórstjóri en hann hefur meðal annars stjórnað  Karlakór  Reykjavíkur í fjölda ára við góðan orðstír.

Friðrik bjó um árabil í Kópavogi og fyrir nokkru flutti hann aftur í bæinn.  Það er mikill fengur að fá Friðrik til starfa fyrir Samkórinn sem er rótgróinn kór í Kópavogi en aðeins örfá ár eru þar til kórinn fagnar fimmtíu ára afmæli sínu.

Samkór Kópavogs tekur ávallt vel á móti nýju góðu söngfólki.  Upplýsingar á heimasíðu www.samkor.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,