Friðrik S. Kristinsson hefur verið ráðinn til starfa sem stjórnandi Samkór Kópavogs. Friðrik er fæddur í Stykkishólmi þar sem hann hóf tónlistarnám en síðar lá leið hans í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einsöngs – og söngkennaraprófi árið 1987. Friðrik á farsælan feril sem kórstjóri en hann hefur meðal annars stjórnað Karlakór Reykjavíkur í fjölda ára við góðan orðstír.
Friðrik bjó um árabil í Kópavogi og fyrir nokkru flutti hann aftur í bæinn. Það er mikill fengur að fá Friðrik til starfa fyrir Samkórinn sem er rótgróinn kór í Kópavogi en aðeins örfá ár eru þar til kórinn fagnar fimmtíu ára afmæli sínu.
Samkór Kópavogs tekur ávallt vel á móti nýju góðu söngfólki. Upplýsingar á heimasíðu www.samkor.is