Nýr stjórnandi Samkórs Kópavogs

Friðrik S. Kristinsson, nýráðinn stjórnandi Samkórs Kópavogs.
Friðrik S. Kristinsson, nýráðinn stjórnandi Samkórs Kópavogs.

Friðrik S. Kristinsson hefur verið ráðinn til starfa sem stjórnandi Samkór Kópavogs. Friðrik er fæddur í Stykkishólmi þar sem hann hóf tónlistarnám en síðar lá leið hans í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einsöngs – og söngkennaraprófi  árið 1987. Friðrik á farsælan feril sem kórstjóri en hann hefur meðal annars stjórnað  Karlakór  Reykjavíkur í fjölda ára við góðan orðstír.

Friðrik bjó um árabil í Kópavogi og fyrir nokkru flutti hann aftur í bæinn.  Það er mikill fengur að fá Friðrik til starfa fyrir Samkórinn sem er rótgróinn kór í Kópavogi en aðeins örfá ár eru þar til kórinn fagnar fimmtíu ára afmæli sínu.

Samkór Kópavogs tekur ávallt vel á móti nýju góðu söngfólki.  Upplýsingar á heimasíðu www.samkor.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

SigvaldiEgill
WP_20150609_20_29_48_Raw
VEFBORDI_310X400
Kópavogskrónika
image-9
164382_1819045804368_1544496_n
Geir Þorsteinsson
Kópavogur
Gullmolinn – Vinningshafar og dómnefnd