Nýr þjónustukjarni fyrir fatlaða í vesturbænum.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vígði í dag nýjan þjónustukjarna fyrir fatlaða í vesturbæ Kópavogs. Í nýja húsnæðinu eru innréttaðar fjórar íbúðir sem og aðstaða fyrir starfsmenn sem veita íbúunum þjónustu allan sólarhringinn. Húsnæðið var að hluta til í eigu bæjarins en keypt að öllu leyti seinni hluta síðasta árs í þeim tilgangi að breyta í íbúðir ætlaðar fötluðum.

Í nýja húsnæðinu eru innréttaðar fjórar íbúðir sem og aðstaða fyrir starfsmenn sem veita íbúunum þjónustu allan sólarhringinn.
Í nýja húsnæðinu eru innréttaðar fjórar íbúðir sem og aðstaða fyrir starfsmenn sem veita íbúunum þjónustu allan sólarhringinn.

Kópavogsbær tók við málefnum fatlaðra af ríkinu í ársbyrjun 2011. Þá lá fyrir biðlisti 20 einstaklinga eftir húsnæði með sértækri þjónustu. Bæjarfélagið setti strax af stað áætlanir um að tryggja þessu fólki nauðsynlegar úrbætur. Þegar árið 2011 var opnaður nýr þjónustukjarni og um leið var herbergjasambýli lagt niður.

Kópavogsbær hefur til viðbótar þessu hafið undirbúning að byggingu 10 íbúða og að auki lagt drög að breytingum sem hefur í för með sér að fleiri félagslegar leiguíbúðir standi fötluðum til boða.

Myndirnar hér að neðan eru frá athöfninni í dag:

wKopavogur_300813_JON0819 wKopavogur_300813_JON0829 wKopavogur_300813_JON0842 wKopavogur_300813_JON0875 wKopavogur_300813_JON0920 wKopavogur_300813_JON0929 wKopavogur_300813_JON0933

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.
Adventa2014_3
smari2
Meistarinn
Ólafur Þór Gunnarsson
Fjölsmiðjan
10603788_10203734950188306_6746106055170149448_n
appletv-netflix-100012966-orig
v2ArnthorFlatey