Nýr upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar

Sigríður Björg Tómasdóttir, nýráðin almannatengill Kópavogsbæjar.
Sigríður Björg Tómasdóttir, nýráðin almannatengill Kópavogsbæjar.

Sigríður Björg Tómasdóttir hefur verið ráðin almannatengill Kópavogsbæjar. Ráðning hennar var samþykkt í bæjarráði í morgun. Sigríður Björg var valin úr hópi 35 umsækjenda en Capacent hélt utan um ráðningarferlið. Var hún talin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu.

Sigríður Björg hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hún hefur lengst af starfað á Fréttablaðinu; sem fréttastjóri, ritstjórnarfulltrúi og blaðamaður frá árinu 2001. Þar áður var hún blaðamaður á Morgunblaðinu. Að undanförnu hefur hún unnið sem verkefnastýra hjá Kvenréttindafélagi Íslands.

Sigríður Björg hefur lokið BA-námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands, námi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla, stundað nám í menningarfræði og menningarmiðlun við Kaupmannahafnarháskóla og stundar nú meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar