Sigríður Björg Tómasdóttir hefur verið ráðin almannatengill Kópavogsbæjar. Ráðning hennar var samþykkt í bæjarráði í morgun. Sigríður Björg var valin úr hópi 35 umsækjenda en Capacent hélt utan um ráðningarferlið. Var hún talin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu.
Sigríður Björg hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hún hefur lengst af starfað á Fréttablaðinu; sem fréttastjóri, ritstjórnarfulltrúi og blaðamaður frá árinu 2001. Þar áður var hún blaðamaður á Morgunblaðinu. Að undanförnu hefur hún unnið sem verkefnastýra hjá Kvenréttindafélagi Íslands.
Sigríður Björg hefur lokið BA-námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands, námi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla, stundað nám í menningarfræði og menningarmiðlun við Kaupmannahafnarháskóla og stundar nú meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands