Nýr upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar

Sigríður Björg Tómasdóttir, nýráðin almannatengill Kópavogsbæjar.
Sigríður Björg Tómasdóttir, nýráðin almannatengill Kópavogsbæjar.

Sigríður Björg Tómasdóttir hefur verið ráðin almannatengill Kópavogsbæjar. Ráðning hennar var samþykkt í bæjarráði í morgun. Sigríður Björg var valin úr hópi 35 umsækjenda en Capacent hélt utan um ráðningarferlið. Var hún talin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu.

Sigríður Björg hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hún hefur lengst af starfað á Fréttablaðinu; sem fréttastjóri, ritstjórnarfulltrúi og blaðamaður frá árinu 2001. Þar áður var hún blaðamaður á Morgunblaðinu. Að undanförnu hefur hún unnið sem verkefnastýra hjá Kvenréttindafélagi Íslands.

Sigríður Björg hefur lokið BA-námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands, námi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla, stundað nám í menningarfræði og menningarmiðlun við Kaupmannahafnarháskóla og stundar nú meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að