Nýr upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar

Sigríður Björg Tómasdóttir, nýráðin almannatengill Kópavogsbæjar.
Sigríður Björg Tómasdóttir, nýráðin almannatengill Kópavogsbæjar.

Sigríður Björg Tómasdóttir hefur verið ráðin almannatengill Kópavogsbæjar. Ráðning hennar var samþykkt í bæjarráði í morgun. Sigríður Björg var valin úr hópi 35 umsækjenda en Capacent hélt utan um ráðningarferlið. Var hún talin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu.

Sigríður Björg hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hún hefur lengst af starfað á Fréttablaðinu; sem fréttastjóri, ritstjórnarfulltrúi og blaðamaður frá árinu 2001. Þar áður var hún blaðamaður á Morgunblaðinu. Að undanförnu hefur hún unnið sem verkefnastýra hjá Kvenréttindafélagi Íslands.

Sigríður Björg hefur lokið BA-námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands, námi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla, stundað nám í menningarfræði og menningarmiðlun við Kaupmannahafnarháskóla og stundar nú meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

skyndihjalp
hakontryggvi
Samkór Kópavogs.
Teitur Atlason
karen 2014 3
Jólatré á Hálsatorgi
formadur
sumarikopavogi
Stefán Hilmarsson