Nýr og endurbættur vefur Leikfélags Kópavogs hefur verið tekinn í notkun. Gamli vefurinn byggði á gamalli og úr sér genginni tækni en nú eftir uppfærslu bjóðast fjölmargir möguleikar til að þjóna lesendum, áhorfendum, félagsmönnum og velunnurum enn betur en áður. Nýtt íslenskt leikrit, Snertu mig – ekki! var frumsýnt í síðustu viku hjá Leikfélagi Kópavogs. Verkið er gamandrama sem fjallar um samband hjóna og vinkonu þeirra. Hægt er að kaupa miða beint í gegnum vef Leikfélagsins: kopleik.is.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.