Nýsköpunarsetur í Kópavogi fær nafnið SKÓP

Markaðsstofa Kópavogs opnar á næstu dögum nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við Kópavogsbæ og atvinnulífið í bænum, með það að markmiði að skapa ný störf. Nafnið SKÓP, sem er þátíð af sagnorðinu skapa, var valið í nafnasamkeppni meðal Kópavogsbúa og stendur það fyrir Nýsköpun í Kópavogi.

Að sögn Björns Jónssonar hjá Markaðsstofu Kópavogs verður í boði skapandi og hvetjandi umhverfi fyrir frumkvöðla sem eru í leit að þekkingu og lausnum. Samfélag, fræðsla og handleiðsla veitir skjól til útungunar góðra hugmynda og öflugt tengslanet kemur þeim í framkvæmd. Sérstaklega verður horft til þess að styðja einstaklinga sem eru í atvinnuleit og hjálpa þeim að koma sínum viðskiptahugmyndum í framkvæmd og skapa sér þannig sín eigin atvinnutækifæri.

Áhersla verður lögð á stuðning við frumkvöðla á fyrstu skrefum nýsköpunar og þeim m.a. leiðbeint í gegnum skipulagt ferli við að ramma inn hugmynd og breyta henni í verðmæta vöru. Afurð vinnu hvers þátttakanda verður viðskiptaáætlun sem innheldur m.a. lýsingu á viðskiptahugmynd, markaðsgreiningu, framtíðarsýn og aðgerðaráætlun studd af raunhæfri rekstrar- og fjárfestingaáætlun. Á staðnum fá þátttakendur aðgang að skapandi umhverfi og öflugu tengslaneti; aðgang að tölvuveri gegn vægu gjaldi; faglega leiðsögn og stuðning frá sérfræðingum; fræðslu og upplýsingagjöf um þætti sem skipta máli í frumkvöðlaumhverfinu ásamt leiðsögn við að sækja fjármögnun og nýsköpunarstyrki.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verða höfð að leiðarljósi í starfsemi SKÓP. Verkefnið er einnig hugsað til að stuðla að bættri lýðheilsu með því að bjóða spennandi og uppbyggjandi umhverfi sem breytir óvissu og kvíða í bjartsýni og tilhlökkun. Helstu bakhjarla verkefnisins eru Kópavogsbær, Íslandsbanki og NTV skólinn.

Guðmundur Sigurbergsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn umsjónarmaður setursins og ráðgjafi en hann hefur mikla reynslu í ráðgjafastörfum m.a. við nýsköpun og stofnun rekstrar. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sé starfsemi SKÓP á vefsvæðinu www.skop.is eða með því að hafa samband á netfangið gudmundur@skop.is.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór