Nytjó opnar með stæl

Nytjamarkaðurinn í Víkurhvarfi var formlega opnaður um helgina  með pompi og prakt. Efnt var til hátíðar og var gestum boðið upp á veitingar og Stuðmaðurinn sjálfur Valgeir Guðjónsson tók lagið. Markaðurinn flutti frá Súðarvogi, þar sem hann hefur verið til húsa síðan árið 2011, í Víkurhvarf 2 þann 15. janúar og hafa dyrnar í raun verið opnar á nýja staðnum síðan þá. Starfsmenn hafa unnið hörðum höndum við að koma öllu í stand og endanlegt útlit liggur nú nokkurn veginn fyrir.

Nytjó

Gengi markaðarins í Víkurhvarfi hefur verið framar vonum, að því er fram kemur í tilkynningu. Tryggir viðskiptavinir frá gamla staðnum á Súðarvogi hafa tekið þeim nýja fagnandi og nýjum andlitum bregður fyrir daglega. Þráinn Þorsteinsson og Brynja Pétursdóttir vorum meðal gesta á opnunarhátíð Nytjamarkaðarins og leist vel á staðinn. Þau sögðust hafa gert mjög góð kaup og myndu hiklaust benda öðrum á að kíkja hingað.

Ánægðir gestir við opnun Nytjamarkaðarins í Víkurhvarfi.
Ánægðir gestir við opnun Nytjamarkaðarins í Víkurhvarfi.

Nytjamarkaðurinn er rekinn af ABC Barnahjálp sem menntar þúsundir barna í átta löndum Afríku og Asíu. Í sex þessarra landa fer menntunin fram í eigin skólum ABC.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að