Nýtt aðalskipulag Kópavogs samþykkt einróma.

Nýtt aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld, að því er fram kemur á vef Kópavogsbæjar.

Göngubrúin yfir Fossog var ein þeirra tillagna  sem samþykktar voru í nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar.
Göngubrúin yfir Fossvog var ein þeirra tillagna sem samþykktar voru í nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar.

Í aðalskipulaginu er sett fram stefna bæjaryfirvalda um byggðaþróun, landnotkun, byggðamynstur og samgöngu- og umhverfismál til ársins 2024. Lögð er meðal annars áhersla á þéttingu byggðar en áætlað er að íbúafjöldi bæjarins verði kominn yfir 40 þúsund árið 2024. Miðað er við að fullgerðar verði um 300 íbúðir á ári þangað til.

Í aðalskipulaginu eru skilgreind nokkur þróunarsvæði sem skoða á nánar í framhaldinu en þau eru í Smáranum, að meðtöldum Glaðheimum, Auðbrekku og á Kársnesi. Einnig er í aðalskipulaginu gert ráð fyrir nýrri byggð í Vatnsendahlíð.

Í aðalskipulaginu er aukinheldur gert ráð fyrir því að nánar verði unnið að skipulagi í fimm hverfum bæjarins, þ.e.a.s í Kársnesi, Digranesi, Smáranum, Fífuhvammi og á Vatnsenda. Reiknað er með að í byrjun næsta árs verði m.a. fundað með fulltrúum hverfaráða þar sem farið verði yfir stöðu mála í hverfunum og skilgreind þau verkefni sem brenna á þeim.

Að lokum má geta þess að í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir vistvænni brú yfir Fossvoginn, í samráði  við Reykjavíkurborg sem einnig samþykkti nýtt aðalskipulag í gær.

Aðalskipulag Kópavogsbæjar verður nú sent skipulagsstofnun til staðfestingar.

Á næstu dögum verður gengið frá samþykktum gögnum sem aðgengileg verða á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Salalaug_vefur
Hamraborg-26-copy
Begga-2018
olifani
Kopavogsbaerinn
Eygló Sif Steindórsdóttir, myndlistakona.
VG
Hopmynd
Palli