Nýtt aðalskipulag Kópavogs samþykkt einróma.

Nýtt aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld, að því er fram kemur á vef Kópavogsbæjar.

Göngubrúin yfir Fossog var ein þeirra tillagna  sem samþykktar voru í nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar.
Göngubrúin yfir Fossvog var ein þeirra tillagna sem samþykktar voru í nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar.

Í aðalskipulaginu er sett fram stefna bæjaryfirvalda um byggðaþróun, landnotkun, byggðamynstur og samgöngu- og umhverfismál til ársins 2024. Lögð er meðal annars áhersla á þéttingu byggðar en áætlað er að íbúafjöldi bæjarins verði kominn yfir 40 þúsund árið 2024. Miðað er við að fullgerðar verði um 300 íbúðir á ári þangað til.

Í aðalskipulaginu eru skilgreind nokkur þróunarsvæði sem skoða á nánar í framhaldinu en þau eru í Smáranum, að meðtöldum Glaðheimum, Auðbrekku og á Kársnesi. Einnig er í aðalskipulaginu gert ráð fyrir nýrri byggð í Vatnsendahlíð.

Í aðalskipulaginu er aukinheldur gert ráð fyrir því að nánar verði unnið að skipulagi í fimm hverfum bæjarins, þ.e.a.s í Kársnesi, Digranesi, Smáranum, Fífuhvammi og á Vatnsenda. Reiknað er með að í byrjun næsta árs verði m.a. fundað með fulltrúum hverfaráða þar sem farið verði yfir stöðu mála í hverfunum og skilgreind þau verkefni sem brenna á þeim.

Að lokum má geta þess að í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir vistvænni brú yfir Fossvoginn, í samráði  við Reykjavíkurborg sem einnig samþykkti nýtt aðalskipulag í gær.

Aðalskipulag Kópavogsbæjar verður nú sent skipulagsstofnun til staðfestingar.

Á næstu dögum verður gengið frá samþykktum gögnum sem aðgengileg verða á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar