Nýtt aðalskipulag Kópavogs samþykkt einróma.

Nýtt aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld, að því er fram kemur á vef Kópavogsbæjar.

Göngubrúin yfir Fossog var ein þeirra tillagna  sem samþykktar voru í nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar.
Göngubrúin yfir Fossvog var ein þeirra tillagna sem samþykktar voru í nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar.

Í aðalskipulaginu er sett fram stefna bæjaryfirvalda um byggðaþróun, landnotkun, byggðamynstur og samgöngu- og umhverfismál til ársins 2024. Lögð er meðal annars áhersla á þéttingu byggðar en áætlað er að íbúafjöldi bæjarins verði kominn yfir 40 þúsund árið 2024. Miðað er við að fullgerðar verði um 300 íbúðir á ári þangað til.

Í aðalskipulaginu eru skilgreind nokkur þróunarsvæði sem skoða á nánar í framhaldinu en þau eru í Smáranum, að meðtöldum Glaðheimum, Auðbrekku og á Kársnesi. Einnig er í aðalskipulaginu gert ráð fyrir nýrri byggð í Vatnsendahlíð.

Í aðalskipulaginu er aukinheldur gert ráð fyrir því að nánar verði unnið að skipulagi í fimm hverfum bæjarins, þ.e.a.s í Kársnesi, Digranesi, Smáranum, Fífuhvammi og á Vatnsenda. Reiknað er með að í byrjun næsta árs verði m.a. fundað með fulltrúum hverfaráða þar sem farið verði yfir stöðu mála í hverfunum og skilgreind þau verkefni sem brenna á þeim.

Að lokum má geta þess að í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir vistvænni brú yfir Fossvoginn, í samráði  við Reykjavíkurborg sem einnig samþykkti nýtt aðalskipulag í gær.

Aðalskipulag Kópavogsbæjar verður nú sent skipulagsstofnun til staðfestingar.

Á næstu dögum verður gengið frá samþykktum gögnum sem aðgengileg verða á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem