• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Nýtt ákvæði um háskólamenntaða kom í veg fyrir að verkfall skylli á

Nýtt ákvæði um háskólamenntaða kom í veg fyrir að verkfall skylli á
ritstjorn
10/11/2014

Hagur þeirra félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs (SFK) sem falla undir svokallaða háskólabókun var tryggður með ákvæði í nýundirrituðum kjarasamningi félagsins við Kópavogsbæ, að því er segir í tillkynningu frá Starfsmannafélaginu,

Ákvæðið var skilyrði af hálfu Starfsmannafélagsins til að verkfalli yrði aflýst, en bærinn féllst á það undir klukkan fimm í morgun – einunings um klukkutíma áður en verkfall átti að hefjast sem lamað hefði stóran hluta af þjónustu bæjarins. Skrifað var undir samninginn formlega kl.06:32 í morgun.

Samið var um að svokölluð háskólabókun félli út í loks samningstímans í tengslum við heildarendurskoðun á starfsmati hjá bænum sem tryggi sömu launabætur og bókunin kvað á um. Starfsmannafélagið setti fram kröfu um nýtt ákvæði sem tryggir að háskólabókunin gildi um núverandi starfsmenn bæjarins á meðan þeir starfa hjá bænum. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga féllst á kröfuna.

Einnig féllst bærinn á kröfu Starfsmannafélagsins um að hækkanir í samningnum gildi frá 1. maí síðastliðnum en ekki 1. október eins og bærinn hafði tiltekið í sáttatilboði sínu. Bæjarstarfsmenn munu því fá leiðréttingu á launum sínum hálft ár aftur í tímann. Auk þess felst í samkomulaginu að starfsmenn fái 35 þúsund króna eingreiðslu (í samræmi við starfshlutfall) en Starfsmannafélagið hafði krafist 50 þúsund króna eingreiðslu. Samningurinn tryggir hag um 200 sumarstarfsmanna sem ella hefðu enga leiðréttingu fengið, sem og þeirra sem látið hafa af störfum á tímabilinu frá 1. maí.

Greidd verða atkvæði um nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu meðal rúmlega 800 félagsmanna Starfsmannafélagsins innan 10 daga.

Í tilkynningu á vef Kópavogsbæjar kemur fram að samningurinn sé hinn sami og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við önnur bæjarstarfsmannafélög í landinu og var undirritaður í júlí síðastliðnum og gildir frá 1. maí.

Þá greiðir Kópavogsbær 35 þúsund króna eingreiðslu til starfsmanna og sérákvæði um háskólamenntaða starfsmenn, svokölluð háskólabókun, fellur niður í lok samningstímans. Kópavogsbær mun einnig jafna kjör ófaglærða á leikskólum við ófaglærða á leikskólum í Reykjavík.

Boðuðu verkfalli starfsmanna verður aflýst og verður starfsemi bæjarins með hefðbundnum hætti í dag.

Efnisorð
Fréttir
10/11/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
  • Lesa meira
    Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára

    Í ár eru 40 ár síðan nokkrir ungir menn komu saman í þáverandi félagsheimili Breiðabliks í gömlum...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Reykjanesbraut verði sett í stokk

    Tillagan Borg í mótun/Grænn miðbær var hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Listi Samfylkingar samþykktur

    Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi nýverið var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma. Í níu efstu sætum listans eru: 1....

    ritstjorn 04/04/2022
  • Lesa meira
    Reitur 13: Bæjarfulltrúi leiðréttur af verktökum

    Skipu­lags­ráð Kópa­vogs­bæjar sam­þykkti á fundi sínum 14. mars sl. að vinnslu­til­laga að skipu­lagi á svoköll­uðum reit 13...

    ritstjorn 03/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.