Nýtt ákvæði um háskólamenntaða kom í veg fyrir að verkfall skylli á

Hagur þeirra félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs (SFK) sem falla undir svokallaða háskólabókun var tryggður með ákvæði í nýundirrituðum kjarasamningi félagsins við Kópavogsbæ, að því er segir í tillkynningu frá Starfsmannafélaginu,

Ákvæðið var skilyrði af hálfu Starfsmannafélagsins til að verkfalli yrði aflýst, en bærinn féllst á það undir klukkan fimm í morgun – einunings um klukkutíma áður en verkfall átti að hefjast sem lamað hefði stóran hluta af þjónustu bæjarins. Skrifað var undir samninginn formlega kl.06:32 í morgun.

Samið var um að svokölluð háskólabókun félli út í loks samningstímans í tengslum við heildarendurskoðun á starfsmati hjá bænum sem tryggi sömu launabætur og bókunin kvað á um. Starfsmannafélagið setti fram kröfu um nýtt ákvæði sem tryggir að háskólabókunin gildi um núverandi starfsmenn bæjarins á meðan þeir starfa hjá bænum. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga féllst á kröfuna.

Einnig féllst bærinn á kröfu Starfsmannafélagsins um að hækkanir í samningnum gildi frá 1. maí síðastliðnum en ekki 1. október eins og bærinn hafði tiltekið í sáttatilboði sínu. Bæjarstarfsmenn munu því fá leiðréttingu á launum sínum hálft ár aftur í tímann. Auk þess felst í samkomulaginu að starfsmenn fái 35 þúsund króna eingreiðslu (í samræmi við starfshlutfall) en Starfsmannafélagið hafði krafist 50 þúsund króna eingreiðslu. Samningurinn tryggir hag um 200 sumarstarfsmanna sem ella hefðu enga leiðréttingu fengið, sem og þeirra sem látið hafa af störfum á tímabilinu frá 1. maí.

Greidd verða atkvæði um nýjan kjarasamning í atkvæðagreiðslu meðal rúmlega 800 félagsmanna Starfsmannafélagsins innan 10 daga.

Í tilkynningu á vef Kópavogsbæjar kemur fram að samningurinn sé hinn sami og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við önnur bæjarstarfsmannafélög í landinu og var undirritaður í júlí síðastliðnum og gildir frá 1. maí.

Þá greiðir Kópavogsbær 35 þúsund króna eingreiðslu til starfsmanna og sérákvæði um háskólamenntaða starfsmenn, svokölluð háskólabókun, fellur niður í lok samningstímans. Kópavogsbær mun einnig jafna kjör ófaglærða á leikskólum við ófaglærða á leikskólum í Reykjavík.

Boðuðu verkfalli starfsmanna verður aflýst og verður starfsemi bæjarins með hefðbundnum hætti í dag.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem