Nýtt gervigras vígt í Fífunni. Breiðablik vann HK í opnunarleik.

Leikmenn beggja liða röðuðu sér upp fyrir leikinn.
Leikmenn beggja liða röðuðu sér upp fyrir leikinn ásamt bæjarstjóranum, formanni íþróttaráðs og formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Glænýr gervigrasvöllur var í kvöld vígður í Fífunni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Una María Óskarsdóttir, formaður íþróttaráðs og Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks, tóku upphafsspyrnuna í opnunarleik Breiðabliks og HK í 3. flokki karla í knattspyrnu.

Upphafsspyrnan á nýja gervigrasinu í Fífunni. Ármann gaf á Unu sem gaf á Borghildi sem gaf á Blika sem brunuðu í stórsókn gegn HK-ingum sem áttu í vök að verjast.
Upphafsspyrnan á nýja gervigrasinu í Fífunni. Ármann gaf á Unu sem gaf á Borghildi sem gaf á Blika sem brunuðu í stórsókn gegn HK-ingum sem áttu í vök að verjast á fyrstu mínútum opnunarleiksins í Fífunni í kvöld.

Grasið er sagt vera eitt hið besta sem völ er á, af nýjustu kynslóð gervigrasa, og stenst ítrustu kröfur sem gerðar eru.

Strákarnir í þriðju flokkum Breiðabliks og HK gjörþekkja hvorn annan enda marga hildina háð í gegnum tíðina. Það sást greinilega inni á vellinum þar sem mikið jafnræði var með liðunum. Blikarnir voru þó meira með boltann og voru meira ógnandi fram á við. Það kom því eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Jón Dagur Þorsteinsson kom HK 1:0 yfir um miðbik fyrri hálfleiks beint úr aukaspyrnu. HK leiddi í hálfleik. Enginn annar en Adam Ægir Pálsson náði að jafna fyrir Blikana um miðbik síðari hálfleiksins eftir góða sókn Blikastráka.

Blikarnir stjórnuðu hraðanum í leiknum og voru meira með boltann. HK-ingar vörðust vel og voru verulega ógnandi í skyndisóknum. Eftir eina slíka kom Ísak Óli Helgason HK-ingum yfir 2:1 eftir glæsilega sendingu frá Gunnari Hákoni Unnarssyni sem allt í einu var kominn einn og óvaldaður inn í teig andstæðingana. Lagleg afgreiðsla.

Blikarnir gáfu allt í leikinn og náðu að jafna með góðu marki frá Gunnari Geir Baldurssyni. Sóknarþungi þeirra þyngdist og á síðustu sekúndunum skoraði Sólon Breki Leifsson sigurmarkið, 3:2 við gríðarlegan fögnuð Blikaforeldra á hliðarlínunni.

„Ekki séns að við förum að tapa opnunarleik á okkar heimavelli,“ sagði Tryggvi Björnsson, þjálfari Blikastráka og gamall ÍK-ingur, í leikslok vígreifur að vanda.

Tryggvi Björnsson var eldfljótur kantmaður á sínum yngri árum með ÍK en þjálfar nú þriðja flokk Breiðabliks.
Tryggvi Björnsson var eldfljótur kantmaður á sínum yngri árum með ÍK en þjálfar nú þriðja flokk Breiðabliks.

Það er ljóst að þessir ungu og efnilegu knattspyrnumenn í HK og Breiðablik eiga framtíðina fyrir sér því þessi opnunarleikur á nýja grasinu í Fífunni var bráðfjörugur og mjög vel spilaður hjá báðum liðum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem