Nýtt gervigras vígt í Fífunni. Breiðablik vann HK í opnunarleik.

Leikmenn beggja liða röðuðu sér upp fyrir leikinn.
Leikmenn beggja liða röðuðu sér upp fyrir leikinn ásamt bæjarstjóranum, formanni íþróttaráðs og formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Glænýr gervigrasvöllur var í kvöld vígður í Fífunni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Una María Óskarsdóttir, formaður íþróttaráðs og Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks, tóku upphafsspyrnuna í opnunarleik Breiðabliks og HK í 3. flokki karla í knattspyrnu.

Upphafsspyrnan á nýja gervigrasinu í Fífunni. Ármann gaf á Unu sem gaf á Borghildi sem gaf á Blika sem brunuðu í stórsókn gegn HK-ingum sem áttu í vök að verjast.
Upphafsspyrnan á nýja gervigrasinu í Fífunni. Ármann gaf á Unu sem gaf á Borghildi sem gaf á Blika sem brunuðu í stórsókn gegn HK-ingum sem áttu í vök að verjast á fyrstu mínútum opnunarleiksins í Fífunni í kvöld.

Grasið er sagt vera eitt hið besta sem völ er á, af nýjustu kynslóð gervigrasa, og stenst ítrustu kröfur sem gerðar eru.

Strákarnir í þriðju flokkum Breiðabliks og HK gjörþekkja hvorn annan enda marga hildina háð í gegnum tíðina. Það sást greinilega inni á vellinum þar sem mikið jafnræði var með liðunum. Blikarnir voru þó meira með boltann og voru meira ógnandi fram á við. Það kom því eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar Jón Dagur Þorsteinsson kom HK 1:0 yfir um miðbik fyrri hálfleiks beint úr aukaspyrnu. HK leiddi í hálfleik. Enginn annar en Adam Ægir Pálsson náði að jafna fyrir Blikana um miðbik síðari hálfleiksins eftir góða sókn Blikastráka.

Blikarnir stjórnuðu hraðanum í leiknum og voru meira með boltann. HK-ingar vörðust vel og voru verulega ógnandi í skyndisóknum. Eftir eina slíka kom Ísak Óli Helgason HK-ingum yfir 2:1 eftir glæsilega sendingu frá Gunnari Hákoni Unnarssyni sem allt í einu var kominn einn og óvaldaður inn í teig andstæðingana. Lagleg afgreiðsla.

Blikarnir gáfu allt í leikinn og náðu að jafna með góðu marki frá Gunnari Geir Baldurssyni. Sóknarþungi þeirra þyngdist og á síðustu sekúndunum skoraði Sólon Breki Leifsson sigurmarkið, 3:2 við gríðarlegan fögnuð Blikaforeldra á hliðarlínunni.

„Ekki séns að við förum að tapa opnunarleik á okkar heimavelli,“ sagði Tryggvi Björnsson, þjálfari Blikastráka og gamall ÍK-ingur, í leikslok vígreifur að vanda.

Tryggvi Björnsson var eldfljótur kantmaður á sínum yngri árum með ÍK en þjálfar nú þriðja flokk Breiðabliks.
Tryggvi Björnsson var eldfljótur kantmaður á sínum yngri árum með ÍK en þjálfar nú þriðja flokk Breiðabliks.

Það er ljóst að þessir ungu og efnilegu knattspyrnumenn í HK og Breiðablik eiga framtíðina fyrir sér því þessi opnunarleikur á nýja grasinu í Fífunni var bráðfjörugur og mjög vel spilaður hjá báðum liðum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér