Nýtt húsnæði fyrir fatlaða í Kópavogi

Velferðasviði Kópavogsbæjar voru í dag afhentir lyklar að Austurkór 3 sem er íbúðakjarni fyrir fatlaða. Af því tilefni var opið hús og gafst gestum tækifæri til þess að skoða húsnæðið áður en því verður ráðstafað.

Í Austurkór eru sex íbúðir ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn sem veita íbúum þjónustu allan sólarhringinn. Íbúarnir flytja í íbúðirnar í haust. Tekin var ákvörðun um uppbyggingu á búsetu með sólarhringsþjónustu fyrir allt að tíu einstaklinga árið 2012, í samræmi við samþykkta áætlun um búsetuúrræði hófust framkvæmdir þá þegar. Í september 2013 voru fjórar íbúðir í íbúðarkjarna á Kópavogsbraut afhentar og nú eru afhentar sex íbúðir. Að auki er fjórar þjónustuíbúðir í byggingu sem afhentar verða um miðbik næsta árs.

Gunnsteinn Sigurðsson formaður félagsmálaráðs Kópavogs greindi frá uppbyggingu á búsetuúrræðum í Kópavogi við vígslu hússins í dag. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti svo Guðlaugu Ósk Gísladóttur yfirmanni þjónustudeildar fatlaðra lykla að húsnæðinu. „Það er ánægjulegt að fá að afhenda þetta glæsilega hús sem er mikilvægur áfangi í félagsþjónstu bæjarins,“ sagði Ármann við tækifærið. Þess má geta að Austurkór 3 mun til haustsins verða heimili sex einhverfra einstaklinga á meðan húsnæði þeirra í Dimmuhvarfi verður endurbætt.

Þegar Kópavogsbær tók við málefnum fatlaðs fólks af ríkinu í ársbyrjun 2011 lá fyrir biðlisti 40 einstaklinga eftir húsnæði með sértækri þjónustu. Bæjarfélagið hóf strax vinnu við að tryggja þessu fólki nauðsynlegar úrbætur.

Tveir nýir þjónustukjarnar hafa verið teknir í notkun frá yfirfærslu, annar um sumarið 2011 og sá seinni haustið 2013. Framkvæmdir eru þegar hafnar að byggingu fjögurra nýrra íbúða auk þess sem lögð hefur verið fram 12 ára áætlun í húsnæðismálum fatlaðs fólks.

Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar, Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Jón Ingi Guðmundsson, deildarstjóri á umhverfissviði, Gunnsteinn Sigurðsson, formaður félagsmálaráðs og Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs.
Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar, Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Jón Ingi Guðmundsson, deildarstjóri á umhverfissviði, Gunnsteinn Sigurðsson, formaður félagsmálaráðs og Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að