Nýtt hverfi rís í Kópavogi

Hið nýja hverfi hefur þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins, skólar, leikskólar, þróttaaðstaða, sundlaug, verslanir og verslunarmiðstöðin Smáralind, eru í næsta nágrenni við hverfið. Þá er svæðið einnig vel tengt aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.

Nýtt hverfi, Glaðheimar, rís í Kópavogi á næstu árum. Hverfið mun rísa í nokkrum áföngum og hafa lóðir í fyrsta hlutanum, austurhlutanum verið auglýstar til umsóknar. Í Glaðheimum munu rísa tæplega 300 íbúðir í fjölbýli þegar svæðið er fullbyggt, að því er fram kemur í tilkynningu frá bænum.

Þetta nýja hverfi rís við hlið gróinna hverfa í Kópavogi, við Lindahverfi, austan Reykjanesbrautar og Smárahverfis. Það hefur því þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins, skólar, leikskólar, íþróttaaðstaða, sundlaug, verslanir og verslunarmiðstöðin Smáralind, eru í næsta nágrenni við hverfið. Þá er svæðið einnig vel tengt aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.

Séð yfir hluta Glaðheimasvæðisins frá Turninum í Kópavogi.
Séð yfir hluta Glaðheimasvæðisins frá Turninum í Kópavogi.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, segir spennandi að hefja uppbyggingu á nýju hverfi í Kópavogi.

Ég er þess fullviss að Glaðheimahverfið verður eftirsótt fyrir fjölskyldufólk strax frá fyrsta degi. Það er allt til staðar í þessu nýja hverfi , það er miðsvæðis og öll þjónusta er fyrir hendi. Þá leggjum við ríka áherslu á hönnun og útlit í uppbyggingu hverfisins þannig að útkoman verður glæsilegt hverfi í hjarta höfuðborgarsvæðisins.

Lagt er upp með að þéttleiki byggðar verði mikill í hverfinu og gera bæjaryfirvöld kröfu um að þar muni rísa byggð þar sem vandað er til hönnunar og útlits húsa og lóða. Lögð verður áhersla á almannarými, góðar almenningssamgöngur og góða upplifun íbúa af nærumhverfinu.

Í þessum fyrsta áfanga verður byggingarrétti úthlutað á tíu lóðum. Á þeim munu rísa um 260 íbúðir í 9 fjölbýlishúsum sem verða með á bilinu 11 til 40 íbúðir í hverju húsi. Húsin verða hæst 10 hæðir en að jafnaði 4 til 6 hæðir og flest með bílakjallara. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í lok júlí á þessu ári og geta framkvæmdir þá hafist. Umsóknarfrestur á byggingarrétti er til 3. mars.

Hið nýja hverfi hefur þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins, skólar, leikskólar, þróttaaðstaða, sundlaug, verslanir og verslunarmiðstöðin Smáralind, eru í næsta nágrenni við hverfið. Þá er svæðið einnig vel tengt aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.
Hið nýja hverfi hefur þá sérstöðu á meðal nýbyggingahverfa að öll þjónusta er til staðar fyrir framtíðar íbúa hverfisins, skólar, leikskólar, þróttaaðstaða, sundlaug, verslanir og verslunarmiðstöðin Smáralind, eru í næsta nágrenni við hverfið. Þá er svæðið einnig vel tengt aðalgatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að