Óður frá hafi

Hjördís Henrisdóttir, listmálari.
Hjördís Henrisdóttir, listmálari.

Á aðalsafni Bókasafni Kópavogs hefur verið opnuð ný og glæsileg sýningaaðstaða fyrir myndlistarfólk í sal á fyrstu hæð safnsins. Fyrsta sýningin í hinu nýja rými opnaði í síðustu viku en þar sýnir nú Hjördís Henrisdóttir akríl- og olíumyndir. Myndirnar eru allar málaðar á undanförnum tveimur árum en ferill Hjördísar spannar undanfarin áratug. Hjördís hefur sótt fjölda námskeiða í myndlist, bæði innanlands og utan og tekið þátt í samsýningum víða.

„Ég vinn mikið með bláa litinn,“ segir Hjördís á opnunardegi sýningarinnar. „Ég held að það sé vegna þess að ég bý niðri við sjó. Ég hef málað mikið af sjávarmyndum í gegnum tíðina – fugla og slíkt – en hef aðeins fært mig út í eitthvað óræðara undanfarið. En jafnvel þá birtist oft sjórinn, ef línurnar bjóða upp á það.“

Hjördís býr á Kjalarnesi en hefur um árabil verið með vinnuaðstöðu í Auðbrekku í  Kópavogi og hefur sterka tengingu við bæjarfélagið, enda talsvert af hennar fólki sem býr hér. Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 13. október og allir eru velkomnir á opnunartíma safnsins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér