
Vegna frétta í morgun um óuppgerðan kostnað við prófkjör Sjálfstæðismanna vill Margrét Friðriksdóttir, sem situr í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, taka eftirfarandi fram:
Tíminn sem gefinn er til að ganga frá uppgjörinu er einfaldlega of stuttur enda algengt að frambjóðendur nái ekki að skila innan settra viðmiðunarmarka, í raun er það algengara en ekki að uppgjör dragist fram yfir tímamörk.
Hvað mig varðar eru ennþá ófrágengin loforð um stuðning við framboðið og því ekki ljóst hver endanleg niðurstaða verður. Ég mun senda ríkisendurskoðun uppgjörið um leið og það liggur fyrir.