Ókeypis í Kópavogsstrætó í tilefni afmælistónleika

Gestir á leið á tónleika í tilefni stórafmælis Kópavogs sunnudaginn 10. maí eru hvattir til að skilja bíla eftir heima eða á bílastæðinu í Smáralind og taka strætó sem ekur um Kópavog í tilefni dagsins. Ókeypis er í strætóinn sem gengur á tíu mínútna fresti frá Hamraborg í Kórinn með viðkomu í Smáralind

Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á stórtónleika í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 10. maí í tilefni sextugsafmælis bæjarins. Á tónleikunum koma fram tónlistarmenn sem ýmist búa eða hafa búið í Kópavogi og flytja dagskrá þar sem saga bæjarins og saga íslenskrar dægurtónlistar verða fléttuð saman með skemmtilegum hætti. Flutt verða íslensk lög úr ýmsum áttum í fjölskylduvænni dagskrá. Meðal flytjenda má nefna Sölku Sól, Ríó tríó, Fræbbblana, Erp Eyvindarson og 300 barna kór undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Kynnar tónleikanna verða Kópavogsbúinn Helgi Pétursson og Reykvíkingurinn Saga Garðarsdóttir. Húsið opnar klukkan 15 en tónleikarnir hefjast klukkan 16.00. Hoppukastalar verða fyrir utan Kórinn frá klukkan 15.00.

Þess má geta Strætóferðir hefjast klukkan 14 og þeim lýkur klukkan 18:30. Alls verða fimm vagnar á ferðinni og vonast er til þess að sem flestir nýti sér þennan samgöngumáta sem auðvitað er ókeypis í tilefni dagsins. Þá eru yfir 1000 bílastæði við Kórinn og verður vaskt lið við umferðastýringu á sunnudag.

Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn á sextugsafmæli bæjarins en auk þess verða ýmsar uppákomur og viðburðir í bænum um og í kringum afmælishelgina. Allar upplýsingar er að finna á www.kopavogur.is.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð