Ókeypis í Kópavogsstrætó í tilefni afmælistónleika

Gestir á leið á tónleika í tilefni stórafmælis Kópavogs sunnudaginn 10. maí eru hvattir til að skilja bíla eftir heima eða á bílastæðinu í Smáralind og taka strætó sem ekur um Kópavog í tilefni dagsins. Ókeypis er í strætóinn sem gengur á tíu mínútna fresti frá Hamraborg í Kórinn með viðkomu í Smáralind

Kópavogsbúum og öllum velunnurum bæjarins er boðið á stórtónleika í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 10. maí í tilefni sextugsafmælis bæjarins. Á tónleikunum koma fram tónlistarmenn sem ýmist búa eða hafa búið í Kópavogi og flytja dagskrá þar sem saga bæjarins og saga íslenskrar dægurtónlistar verða fléttuð saman með skemmtilegum hætti. Flutt verða íslensk lög úr ýmsum áttum í fjölskylduvænni dagskrá. Meðal flytjenda má nefna Sölku Sól, Ríó tríó, Fræbbblana, Erp Eyvindarson og 300 barna kór undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Kynnar tónleikanna verða Kópavogsbúinn Helgi Pétursson og Reykvíkingurinn Saga Garðarsdóttir. Húsið opnar klukkan 15 en tónleikarnir hefjast klukkan 16.00. Hoppukastalar verða fyrir utan Kórinn frá klukkan 15.00.

Þess má geta Strætóferðir hefjast klukkan 14 og þeim lýkur klukkan 18:30. Alls verða fimm vagnar á ferðinni og vonast er til þess að sem flestir nýti sér þennan samgöngumáta sem auðvitað er ókeypis í tilefni dagsins. Þá eru yfir 1000 bílastæði við Kórinn og verður vaskt lið við umferðastýringu á sunnudag.

Tónleikarnir eru viðamesti viðburðurinn á sextugsafmæli bæjarins en auk þess verða ýmsar uppákomur og viðburðir í bænum um og í kringum afmælishelgina. Allar upplýsingar er að finna á www.kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar