Ókeypis ritsmiðja

575589_10151307461596705_475137640_nRitsmiðja verður á Bókasafni Kópavogs í sex vikur í haust. Ritsmiðjan er ætluð öllu áhugafólki um skapandi skrif, en laust mál af ýmsum toga verður til skoðunar. Fundirnir verða kl. 17:15 á fimmtudögum á Bókasafni Kópavogs í Hamraborg og verður fyrsti fundurinn 9. október. Þátttaka er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á bokasafn@kopavogur.is.

Fjallað verður um helstu þætti skáldskaparlistarinnar, svo sem samtöl, persónusköpun, byggingu og fleira. Jafnframt munu þátttakendur skiptast á að leggja fram efni í vinnslu sem hópurinn mun ræða á uppbyggilegan hátt. Ritsmiðjan hentar bæði byrjendum og lengra komnum og er góður vettvangur til að kynnast öðru fólki með sömu hugðarefni. Síðu Bókasafns Kópavogs á Facebook má finna hér.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,