Ritsmiðja verður á Bókasafni Kópavogs í sex vikur í haust. Ritsmiðjan er ætluð öllu áhugafólki um skapandi skrif, en laust mál af ýmsum toga verður til skoðunar. Fundirnir verða kl. 17:15 á fimmtudögum á Bókasafni Kópavogs í Hamraborg og verður fyrsti fundurinn 9. október. Þátttaka er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á bokasafn@kopavogur.is.
Fjallað verður um helstu þætti skáldskaparlistarinnar, svo sem samtöl, persónusköpun, byggingu og fleira. Jafnframt munu þátttakendur skiptast á að leggja fram efni í vinnslu sem hópurinn mun ræða á uppbyggilegan hátt. Ritsmiðjan hentar bæði byrjendum og lengra komnum og er góður vettvangur til að kynnast öðru fólki með sömu hugðarefni. Síðu Bókasafns Kópavogs á Facebook má finna hér.