Ókeypis ritsmiðja

575589_10151307461596705_475137640_nRitsmiðja verður á Bókasafni Kópavogs í sex vikur í haust. Ritsmiðjan er ætluð öllu áhugafólki um skapandi skrif, en laust mál af ýmsum toga verður til skoðunar. Fundirnir verða kl. 17:15 á fimmtudögum á Bókasafni Kópavogs í Hamraborg og verður fyrsti fundurinn 9. október. Þátttaka er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á bokasafn@kopavogur.is.

Fjallað verður um helstu þætti skáldskaparlistarinnar, svo sem samtöl, persónusköpun, byggingu og fleira. Jafnframt munu þátttakendur skiptast á að leggja fram efni í vinnslu sem hópurinn mun ræða á uppbyggilegan hátt. Ritsmiðjan hentar bæði byrjendum og lengra komnum og er góður vettvangur til að kynnast öðru fólki með sömu hugðarefni. Síðu Bókasafns Kópavogs á Facebook má finna hér.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér