Ókeypis í sund, á tónleika og söfn fyrir framhaldsskólanemendur

Frítt í sund, á tónleika og söfn fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.
Frítt í sund, á tónleika og söfn fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.
Frítt í sund, á tónleika og söfn fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.

Framhaldsskólanemendur um land allt fá ókeypis bókasafnsskírteini, verður boðið á tiltekna tónleika í Salnum og fá frítt í sund á meðan á verkfalli kennara stendur. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs Kópavogs í morgun. Nemendur eru auk þess hvattir til þess að nýta sér ókeypis aðgang að Gerðarsafni og öðrum söfnum í Kópavogi.

Með framtakinu vill Kópavogsbær kynna ungu fólki listir, menningu, og aðra þá afþreyingu sem í boði er í Kópavogi en um leið stuðla að fræðslu og virkni framhaldsskólanema á meðan á verkfalli stendur.

„Við vonumst sannarlega til þess að framhaldsskólanemendur nýti tækifærið og kynni sér það sem Kópavogur hefur upp á að bjóða,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Í verkfallinu verður boðið upp á námskeið og fyrirlestra í Bókasafni Kópavogs. Einnig stendur leiðsögn um Héraðskjalasafn Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands og Náttúrufræðistofu Kópavogs nemendum til boða. Þá verður ókeypis á tónleikana Við slaghörpuna á laugardag og veittur afsláttur af tónleikum Sætabrauðsdrengjanna miðvikudaginn 26. mars. Þá geta framhaldsskólanemendur nýtt sér góða lesaðstöðu í aðalsafni bókasafnsins og lesaðstöðu í ungmennahúsinu Molanum, sem einnig ætlar að lengja opnunartíma sinn í verkfallinu. Eins og alltaf er ókeypis inn á Gerðarsafn en þar stendur sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands yfir.

Bent er á að öll þessi söfn eru á sama reitnum og því stutt að labba á milli. Þaðan er örstuttu spölur yfir í Sundlaug Kópavogs en einnig er ókeypis í Salalaug í verkfallinu.

Framhaldsskólanemendum verður kynnt tilboðið í gegnum nemendafélög skólanna. Þá eru ítarlegar upplýsingar að finna á vef Kópavogsbæjar. Til að nýta sér tilboðin þurfa nemendur að framvísa nemendaskírteini.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að