Ókeypis í sund, á tónleika og söfn fyrir framhaldsskólanemendur

Frítt í sund, á tónleika og söfn fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.
Frítt í sund, á tónleika og söfn fyrir framhaldsskólanema í verkfalli.

Framhaldsskólanemendur um land allt fá ókeypis bókasafnsskírteini, verður boðið á tiltekna tónleika í Salnum og fá frítt í sund á meðan á verkfalli kennara stendur. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs Kópavogs í morgun. Nemendur eru auk þess hvattir til þess að nýta sér ókeypis aðgang að Gerðarsafni og öðrum söfnum í Kópavogi.

Með framtakinu vill Kópavogsbær kynna ungu fólki listir, menningu, og aðra þá afþreyingu sem í boði er í Kópavogi en um leið stuðla að fræðslu og virkni framhaldsskólanema á meðan á verkfalli stendur.

„Við vonumst sannarlega til þess að framhaldsskólanemendur nýti tækifærið og kynni sér það sem Kópavogur hefur upp á að bjóða,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Í verkfallinu verður boðið upp á námskeið og fyrirlestra í Bókasafni Kópavogs. Einnig stendur leiðsögn um Héraðskjalasafn Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands og Náttúrufræðistofu Kópavogs nemendum til boða. Þá verður ókeypis á tónleikana Við slaghörpuna á laugardag og veittur afsláttur af tónleikum Sætabrauðsdrengjanna miðvikudaginn 26. mars. Þá geta framhaldsskólanemendur nýtt sér góða lesaðstöðu í aðalsafni bókasafnsins og lesaðstöðu í ungmennahúsinu Molanum, sem einnig ætlar að lengja opnunartíma sinn í verkfallinu. Eins og alltaf er ókeypis inn á Gerðarsafn en þar stendur sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands yfir.

Bent er á að öll þessi söfn eru á sama reitnum og því stutt að labba á milli. Þaðan er örstuttu spölur yfir í Sundlaug Kópavogs en einnig er ókeypis í Salalaug í verkfallinu.

Framhaldsskólanemendum verður kynnt tilboðið í gegnum nemendafélög skólanna. Þá eru ítarlegar upplýsingar að finna á vef Kópavogsbæjar. Til að nýta sér tilboðin þurfa nemendur að framvísa nemendaskírteini.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn