Gítarleikarinn Tim Butler kemur fram á ókeypis tónleikum í Molanum í Kópavogi í dag. Butler fær upp á svið til sín unga og efnilega tónlistarmenn úr Kópavogi til að djamma með sér. Aðgangur er algjörlega ókeypis og allir eru velkomnir á tónleikana, sem hefjast klukkan 17.
Tónleikarnir eru hluti af djass- og blúshátíð Kópavogs þar sem Björn Thors og fleiri troða fram í Salnum 3 – 5. október.