Okkar Kópavogur: 35 verkefni valin af íbúum

okkarkopavogur_myndFrisbígolf í Kópavogsdal, vatnspóstar á Kársnesstíg, útsýnisstaður í Kórahverfi og fegrun Hamraborgar eru meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur. Alls hlutu 35 hugmyndir brautargengi en 200 milljónum verður varið í verkefnin. Framkvæmdir hefjast í haust en lýkur á næsta ári.

 Um 3.500 manns tóku þátt í kosningunni eða 12,5% Kópavogsbúa 16 ára og eldri.

 „Við þökkum Kópavogsbúum fyrir frábærar undirtektir við verkefninu Okkar Kópavogur. Þátttakan er meiri en þekkst hefur í sambærilegum verkefnum og umfram þau markmið sem við settum okkur þannig að við erum afar sátt. Næsta skref er framkvæmdir verkefnanna sem hefjast fljótlega,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs.

„Það er ánægjulegt hversu margir láta sig nærumhverfið varða og vilja taka þátt í mótun bæjarins, “ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Á bilinu sex til átta verkefni hlutu kosningu í fimm hverfum Kópavogs. Á vefsíðu Kópavogsbæjar er að finna lista yfir verkefnin sem sett verða í framkvæmd og niðurstöður kosninganna:

Sjá nánar: 

http://www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Balletskóli
ljod
Kristinn Rúnar Kristinsson.
hundalestur
vatnsendi
ithrottamadur
gymheilsa.is-11-660×240
Ljosmyndir_ur_kopavogi_afh_73_2005_A_9_mynd_A_9_1_21_copy
sundlaugardot