Okkar Kópavogur: 35 verkefni valin af íbúum

okkarkopavogur_myndFrisbígolf í Kópavogsdal, vatnspóstar á Kársnesstíg, útsýnisstaður í Kórahverfi og fegrun Hamraborgar eru meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur. Alls hlutu 35 hugmyndir brautargengi en 200 milljónum verður varið í verkefnin. Framkvæmdir hefjast í haust en lýkur á næsta ári.

 Um 3.500 manns tóku þátt í kosningunni eða 12,5% Kópavogsbúa 16 ára og eldri.

 „Við þökkum Kópavogsbúum fyrir frábærar undirtektir við verkefninu Okkar Kópavogur. Þátttakan er meiri en þekkst hefur í sambærilegum verkefnum og umfram þau markmið sem við settum okkur þannig að við erum afar sátt. Næsta skref er framkvæmdir verkefnanna sem hefjast fljótlega,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs.

„Það er ánægjulegt hversu margir láta sig nærumhverfið varða og vilja taka þátt í mótun bæjarins, “ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Á bilinu sex til átta verkefni hlutu kosningu í fimm hverfum Kópavogs. Á vefsíðu Kópavogsbæjar er að finna lista yfir verkefnin sem sett verða í framkvæmd og niðurstöður kosninganna:

Sjá nánar: 

http://www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,