Okkar Kópavogur: Áningastaður í Kórahverfi tekinn í notkun

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins vígðu áningastaðinn í dag.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins vígðu áningastaðinn í dag.
María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vígðu áningastaðinn í dag.

Áninga- og útsýnisstaður í Kórahverfi vestan við Fjallakór var tekinn í notkun í dag. Staðurinn er hugmynd frá íbúa, Maríu Maríusdóttur, sem var valinn af íbúum Kópavogs í kosningu í verkefninu Okkar Kópavogur. Áningastaðurinn er fyrsta verkefnið úr Okkar Kópavogi sem tekið er formlega í notkun.

Um 400 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur. Hugmyndum var safnað á vefnum en einnig voru haldnir fimm íbúafundir þar sem þátttakendur lögðu til hugmyndir, ræddu og kynntu og sameinuðust um. Þess má geta að María lagði sína hugmynd fram á fyrsta íbúafundinum sem haldinn var, í Vatnsendaskóla.

34 hugmyndir hlutu brautargengi að lokinni íbúakosningu sem haldin var í haust en valið stóð á milli 100 hugmynda, 20 í hverju hverfi. Hafist var handa við framkvæmdir að kosningu lokinni, nokkrum verkefnum er lokið og önnur eru í framkvæmd eða undirbúningi.  Framkvæmdum verkefnanna 34 mun ljúka næsta sumar. 200 milljónum er varið til verkefnanna og var fjármununum ráðstafað til hverfanna í samræmi við fjölda íbúa í hverfunum.

Ármann og Theodóra

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að