Okkar Kópavogur: Áningastaður í Kórahverfi tekinn í notkun

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins vígðu áningastaðinn í dag.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins vígðu áningastaðinn í dag.
María Maríusdóttir hugmyndasmiður verksins, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, vígðu áningastaðinn í dag.

Áninga- og útsýnisstaður í Kórahverfi vestan við Fjallakór var tekinn í notkun í dag. Staðurinn er hugmynd frá íbúa, Maríu Maríusdóttur, sem var valinn af íbúum Kópavogs í kosningu í verkefninu Okkar Kópavogur. Áningastaðurinn er fyrsta verkefnið úr Okkar Kópavogi sem tekið er formlega í notkun.

Um 400 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur. Hugmyndum var safnað á vefnum en einnig voru haldnir fimm íbúafundir þar sem þátttakendur lögðu til hugmyndir, ræddu og kynntu og sameinuðust um. Þess má geta að María lagði sína hugmynd fram á fyrsta íbúafundinum sem haldinn var, í Vatnsendaskóla.

34 hugmyndir hlutu brautargengi að lokinni íbúakosningu sem haldin var í haust en valið stóð á milli 100 hugmynda, 20 í hverju hverfi. Hafist var handa við framkvæmdir að kosningu lokinni, nokkrum verkefnum er lokið og önnur eru í framkvæmd eða undirbúningi.  Framkvæmdum verkefnanna 34 mun ljúka næsta sumar. 200 milljónum er varið til verkefnanna og var fjármununum ráðstafað til hverfanna í samræmi við fjölda íbúa í hverfunum.

Ármann og Theodóra

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Unnur Flóvenz formaður Rannveigar
Heimsmarkmid_mynd
Spjaldtölvuafhending_Hörðuvallaskóli3
vatnsendaskoli_sumar
Kopavogur-2
Karen-Elisabet-Halldorsdottir
kotilettur
sundlaugardot
Bjarni, Kristján og Jónas